Bandaríkjamenn tóku sömu ákvörðun fyrr í mánuðinum, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó gefið út að ekki sé sérstaklega til umræðu enn þá að hefja bólusetningu á börnum.
Spiegel segir frá því að í Þýskalandi sé, rétt eins og hér á Íslandi, farið fram af þolinmæði þegar kemur að bólusetningum barna. Bólusetningarnefnd þarlendra yfirvalda telur að enn eigi eftir að yfirfara ýmis gögn áður en hún mælir með allsherjarbólusetningu fyrir börn.