Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 19:30 Ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019. Bjöllu Kauphallarinnar var hringt af togaranum Berki við Neskaupstað þegar fyrstu viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hófust. Aðeins um hálftíma síðar höfðu farið fram viðskipti fyrir rúmar 300 milljónir króna en rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir bréfum Síldarvinnslunnar í hlutfjárútboði fyrr í þessum mánuði. „Áhugi á nýjum fjárfestingum og fjárfestingum almennt er talsvert mikill og sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvað almenningur er að koma sterkt inn í útboðin og markaðinn almennt,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Samherji og Kjálkanes voru og verða áfram stærstu hluthafar félagsins, með tæplega 52 prósenta hlut samanlagt og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað verður áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar, með 11 prósenta eignarhlut. Þá á Gildi lífeyrissjóður 9,9 prósenta hlut og Eignarhaldsfélagið Snæfugl 4,3 prósent. Hluthafarnir eru í heildina um 6500 talsins. „Þetta er þá með þeim félögum sem er með flesta hluthafa í dag, held í topp þrjú eða fjögur,” segir Baldur. Skráning Síldarvinnslunnar er að vissu leyti söguleg, því ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er aðeins eitt annað sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina. Þá eru tvö ár síðan síðasta skráning í Kauphöll átti sér stað. „Þetta er nefnilega fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis hér frá árinu 1999. Þegar mest lét voru held ég nítján sjávarútvegsfyrirtæki, svo fækkaði þeim statt og stöðugt, þar til bara Brim var eftir. Þannig að í dag höfum við tvöfaldað fjöldann.” Sjávarútvegur Kauphöllin Fjarðabyggð Síldarvinnslan Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Bjöllu Kauphallarinnar var hringt af togaranum Berki við Neskaupstað þegar fyrstu viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hófust. Aðeins um hálftíma síðar höfðu farið fram viðskipti fyrir rúmar 300 milljónir króna en rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir bréfum Síldarvinnslunnar í hlutfjárútboði fyrr í þessum mánuði. „Áhugi á nýjum fjárfestingum og fjárfestingum almennt er talsvert mikill og sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvað almenningur er að koma sterkt inn í útboðin og markaðinn almennt,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Samherji og Kjálkanes voru og verða áfram stærstu hluthafar félagsins, með tæplega 52 prósenta hlut samanlagt og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað verður áfram þriðji stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar, með 11 prósenta eignarhlut. Þá á Gildi lífeyrissjóður 9,9 prósenta hlut og Eignarhaldsfélagið Snæfugl 4,3 prósent. Hluthafarnir eru í heildina um 6500 talsins. „Þetta er þá með þeim félögum sem er með flesta hluthafa í dag, held í topp þrjú eða fjögur,” segir Baldur. Skráning Síldarvinnslunnar er að vissu leyti söguleg, því ekkert annað félag á markaði er með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er aðeins eitt annað sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllina. Þá eru tvö ár síðan síðasta skráning í Kauphöll átti sér stað. „Þetta er nefnilega fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis hér frá árinu 1999. Þegar mest lét voru held ég nítján sjávarútvegsfyrirtæki, svo fækkaði þeim statt og stöðugt, þar til bara Brim var eftir. Þannig að í dag höfum við tvöfaldað fjöldann.”
Sjávarútvegur Kauphöllin Fjarðabyggð Síldarvinnslan Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira