Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. maí 2021 21:58 Mygluskemmdir hafa verið í húsnæði Fosssvogsskóla og voru nemendur þaðan sendir í Korpuskóla í vetur. Vísir/Egill Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira