Bólusetning dugi ekki til að stöðva núverandi bylgju faraldursins í Bandaríkjunum Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 12:03 Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir, lektorar við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. HR Yfirstandandi bólusetningar munu ekki duga til að stöðva núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum að sögn vísindamanna. Nauðsynlegt er að viðhalda ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Reykjavík, Háskólann í Lyon, Háskóla Suður Danmerkur og Federico II Háskólann í Napolí, sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature Scientific Reports í dag. Um helmingur allra fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum eru nú fullbólusettir gegn Covid-19 og er hlutfallið þar með því hæsta í heiminum. Nýjum tilfellum og andlátum hefur fækkað í Bandaríkjunum samhliða því en 24 þúsund staðfest smit greindust í gær og 543 létust vegna sjúkdómsins. Þá voru rúmlega 28 þúsund lagðir inn á sjúkrahús. Notuðu gögn um flugumferð Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir, lektorar við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR), notuðu gögn um flugumferð til að greina framgang faraldursins þar í landi en í rannsókninni voru gögn um flugferðir innan Bandaríkjanna sett inn í stærðfræðilíkan sem smíðað var til að spá fyrir um framgang faraldursins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá HR. Gögnin eru sögð nýtast sem almennur mælikvarði á ferðalög og virkni fólks. Komu flugumferðargögnin frá OpenSky, samstarfsneti aðila í fluggeiranum sem hefur opnað fyrir aðgang vísindamanna að gögnum um flugumferð um allan heim. Stærðfræðilíkanið, sem smíðað var af erlendum meðhöfundum greinarinnar, var áður notað til að spá fyrir um aðra bylgju faraldursins í Bandaríkjum. Það var prófað og stillt með raunupplýsingum um fyrstu bylgjuna og síðan matað með flugumferðargögnunum. Niðurstöðurnar sýndu að núverandi átak í bólusetningum mun eitt og sér hafa takmörkuð áhrif til að binda endi á yfirstandandi bylgju þar í landi. Ónýtt tækifæri í notkun gagnanna Anna og María sáu um þann hluta rannsóknarinnar sem laut að notkun og greiningu á flugumferðargögnunum. Þær segja að rannsóknin sýni mikilvægi þess að nota raunveruleg, áreiðanleg og reglulega uppfærð gögn um samgöngur í rannsóknum á framgangi faraldursins. Mikil tækifæri séu til að auka notkun slíkra gagna hér á landi til að auka áreiðanleika spálíkana um faraldurinn. Slík gögn geti líka nýst vel í mörgum öðrum tilgangi. „Flugumferðagögnin eru sérstök að því leyti að þau ná til samgangna á milli ríkja og landa. Þau henta þess vegna mjög vel til að horfa á útbreiðslu faraldursins í stærra samhengi,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. „Við teljum líka að það séu mikil ónýtt tækifæri í notkun slíkra gagna almennt. Slík gögn geta til dæmis nýst vel við borgarskipulag og þá nefna Borgarlínu sérstaklega, í efnahagsrannsóknum og fleiru. Fyrirtæki og stofnanir sem búa yfir slíkum gögnum ættu að gera miklu meira af því að gera þau ópersónugreinanleg og opinber til rannsókna, til hagsbóta fyrir vísindin og samfélagið allt.“ Lesa má umrædda fræðigrein í Nature Scientific Reports. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13. maí 2021 19:54 Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56 Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Reykjavík, Háskólann í Lyon, Háskóla Suður Danmerkur og Federico II Háskólann í Napolí, sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature Scientific Reports í dag. Um helmingur allra fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum eru nú fullbólusettir gegn Covid-19 og er hlutfallið þar með því hæsta í heiminum. Nýjum tilfellum og andlátum hefur fækkað í Bandaríkjunum samhliða því en 24 þúsund staðfest smit greindust í gær og 543 létust vegna sjúkdómsins. Þá voru rúmlega 28 þúsund lagðir inn á sjúkrahús. Notuðu gögn um flugumferð Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir, lektorar við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR), notuðu gögn um flugumferð til að greina framgang faraldursins þar í landi en í rannsókninni voru gögn um flugferðir innan Bandaríkjanna sett inn í stærðfræðilíkan sem smíðað var til að spá fyrir um framgang faraldursins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá HR. Gögnin eru sögð nýtast sem almennur mælikvarði á ferðalög og virkni fólks. Komu flugumferðargögnin frá OpenSky, samstarfsneti aðila í fluggeiranum sem hefur opnað fyrir aðgang vísindamanna að gögnum um flugumferð um allan heim. Stærðfræðilíkanið, sem smíðað var af erlendum meðhöfundum greinarinnar, var áður notað til að spá fyrir um aðra bylgju faraldursins í Bandaríkjum. Það var prófað og stillt með raunupplýsingum um fyrstu bylgjuna og síðan matað með flugumferðargögnunum. Niðurstöðurnar sýndu að núverandi átak í bólusetningum mun eitt og sér hafa takmörkuð áhrif til að binda endi á yfirstandandi bylgju þar í landi. Ónýtt tækifæri í notkun gagnanna Anna og María sáu um þann hluta rannsóknarinnar sem laut að notkun og greiningu á flugumferðargögnunum. Þær segja að rannsóknin sýni mikilvægi þess að nota raunveruleg, áreiðanleg og reglulega uppfærð gögn um samgöngur í rannsóknum á framgangi faraldursins. Mikil tækifæri séu til að auka notkun slíkra gagna hér á landi til að auka áreiðanleika spálíkana um faraldurinn. Slík gögn geti líka nýst vel í mörgum öðrum tilgangi. „Flugumferðagögnin eru sérstök að því leyti að þau ná til samgangna á milli ríkja og landa. Þau henta þess vegna mjög vel til að horfa á útbreiðslu faraldursins í stærra samhengi,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. „Við teljum líka að það séu mikil ónýtt tækifæri í notkun slíkra gagna almennt. Slík gögn geta til dæmis nýst vel við borgarskipulag og þá nefna Borgarlínu sérstaklega, í efnahagsrannsóknum og fleiru. Fyrirtæki og stofnanir sem búa yfir slíkum gögnum ættu að gera miklu meira af því að gera þau ópersónugreinanleg og opinber til rannsókna, til hagsbóta fyrir vísindin og samfélagið allt.“ Lesa má umrædda fræðigrein í Nature Scientific Reports.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13. maí 2021 19:54 Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56 Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fullbólusettir þurfa ekki að bera grímu Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum. 13. maí 2021 19:54
Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56
Búið að útdeila 1,5 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 Jarðarbúar hafa nú fengið rúmlega einn og hálfan milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í samantekt AFP fréttastofunnar. 19. maí 2021 07:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent