HK vann leik liðanna í Kórnum örugglega 28-18 og því stefndi í auðveldan sigur í kvöld. Annað kom á daginn en Soffía Steingrímsdóttir átti stórleik í marki Gróttu og varði 15 skot.
Það dugði þó ekki til sigurs, HK vann 19-17 og heldur því sæti sínu.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði HK með fimm mörk.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.