Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2021 11:55 Boeing 737 Max þotur Icelandair eru orðnar níu talsins með vélunum sem bætast við í þessari viku. Vilhelm Gunnarsson Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. „Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu: Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
„Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu:
Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44
Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30