Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka Atli Arason skrifar 24. maí 2021 22:25 Rúnar Þór Sigurgeirsson [númer 24], vinstri bakvörður Keflavíkur, var ekki sáttur með tapði en er sáttur með landsliðssætið. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var ekki sáttur við 1-2 tap gegn Val í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira