„Gerðum það sem við þurftum til að vinna leikinn“ Andri Gíslason skrifar 22. maí 2021 18:24 Rúnar var stoltur af sínum mönnum í dag. vísir/vilhelm Rúnar Kristinsson var ánægður með frammistöðu síns liðs þegar KR-ingar unnu FH á Kaplakrikavelli í dag. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er erfiður útivöllur eins og allir eru í deildinni og FH með frábært lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Við vorum heppnir að skora mark á þá snemma úr föstu leikatriði. Það bætti töluvert í vindinn í upphafi og við vorum þvingaðir til baka en við stóðumst þá pressu sem FH setti á okkur síðustu 20 mínútur í fyrri hálfleik. Svo erum við massífir í seinni hálfleik og gerum það sem þarf til að vinna leikinn. Við vörðumst vel og reyndum að beita skyndisóknum og fáum svo þessa vítaspyrnu og komum okkur í 2-0 sem gerði stöðuna þægilega fyrir okkur.“ Mikill vindur var á annað markið í Kaplakrika og hafði það áhrif á spilamennsku liðanna. „Það gerir báðum liðum erfitt fyrir og sérstaklega liðinu sem er að sækja. Með vindinn í bakið þýðir ekkert að spila langa bolta en við náðum að nýta okkur það í seinni hálfleik. Við vorum að negla boltanum fram og hægja aðeins á leiknum og gerðum bara það sem við þurftum til að vinna leikinn. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og okkur er sama hvernig við vinnum. Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur svo við fáum að taka eitthvað þátt í þessu móti áfram.“ Miðverðir KR-inga áttu flottan leik og var Rúnar hæstánægður með framlag þeirra á vellinum í dag. „Þeir voru frábærir. Finnur þekkir okkar styrkleika og okkar lið og Grétar er búinn að vaxa rosalega í sumar. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíð hérna nema Finnur fari út aftur sem við náttúrulega vonum. Þetta er gott hafsentapar og við eigum Aron Bjarka inni sem bíður tilbúinn á bekknum og svo var Arnór Sveinn meiddur í dag þannig við erum ágætlega mannaðir. Það hefur styrkt hópinn töluvert að fá Finn Tómas og Kjartan Henry heim og erum við ánægðir með það.“ Stutt er á milli leikja og hafa leikmenn deildarinnar fengið litla hvíld en Rúnar reynir að líta á björtu hliðarnar varðandi það og mun gera sitt til að halda hópnum í lagi. „Það eru árekstar í leikjum, menn fá hné í læri og rassinn og vöðvarnir stífna upp fljótt og sérstaklega í kuldanum. Pálmi Rafn þurfti að fara út í dag útaf því en fótboltinn er bara svona. Það eru búnir að vera 5 dagar á milli leikja hjá okkur í allt sumar og fáum við ekki meiri undirbúning en það og þegar menn fá högg þá tekur 2-3 daga að jafna sig. Við þekkjum það allir sem hafa verið í þessu. Nú fáum við tvo sólarhringa til að gera okkur klára fyrir næsta leik sem er kannski fulllítið en við verðum bara að halda áfram og vera klárir.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 0-2 | Auðvelt hjá KR í Krikanum KR, sem hafði ekki unnið síðan í 1. umferð, lenti ekki í miklum vandræðum með FH í Kaplakrika í stórleik 5. umferðar. 22. maí 2021 17:55