Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play Drífa Snædal skrifar 21. maí 2021 14:31 Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er ekki síst mikilvægt fólki sem býr á eyju í miðju Atlantshafinu. Það er því ekkert skrýtið að margir fagni samkeppni í flugrekstri. Þegar miðstjórn ASÍ hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki er það ekki létt og lágstemmd yfirlýsing heldur er mikið í húfi og staðan mjög alvarleg. Hér er ekki aðeins um kjör starfsfólks Play að tefla. Hér er tekist á um grundvallaratriði á íslenskum vinnumarkaði og ef rangt er á haldið geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar fyrir allan almenning. Félagið sem gerir samning við Play er fyrrum stéttarfélag flugmanna hjá WOW-air. Samþykktum félagsins var breytt þannig að það næði yfir flugfreyjur og flugþjóna, en sem kunnugt er hafði félagið ekki hafið flug og því ekki með áhafnir á sínum snærum. Play gerir síðan samning við félagið um kjör flugfreyja og -þjóna áður en ráðningar í slík störf hefjast. Ekki er ljóst hver undirritar samninginn eða samþykkir fyrir hönd vinnandi fólks. Félagið ber skýr merki þess að vera svokallað „gult“ stéttarfélag en slík félög hafa víða verið lykilleikendur í skipulögðu niðurbroti stéttarfélaga. Samningurinn er þannig ekki gerður af hópi vinnandi fólks í krafti samstöðu innan stéttarfélags við atvinnurekanda. Kjörin í þessum samningi eru lægri en áður hafa sést í þessum geira og almennt lægri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Er það í samræmi við kynningar flugfélagsins (þegar félagið hét enn WAB) þar sem félagið reyndi að ganga í augu fjárfesta með fyrirheitum um að flugfreyjur og -þjónar fengju greidd umtalsvert lægri laun en höfðu tíðkast hjá WOW air. Íslenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks. Kjörin skipta máli en vinnubrögðin eru það alvarlegasta. Hér er á ferðinni niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks en einmitt sú hreyfing á hvað ríkastan þátt í því að á Íslandi eru lífsgæði almennt góð. Ef Play leyfist að plokka sjálfsögð réttindi af vinnandi fólki og bjóða lág flugfargjöld með undirboðum í launum þá munu önnur fyrirtæki feta þessa sömu leið, jafnvel í nafni þess að það sé sérstakt frelsimál fyrir vinnandi fólk að geta valið sig frá réttindum í sjúkrasjóðum eða til fjarvista vegna veikinda barna. Baráttan gegn Play er barátta gegn slíkri framkomu atvinnurekenda á íslenskum vinnumarkaði. Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Play Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er ekki síst mikilvægt fólki sem býr á eyju í miðju Atlantshafinu. Það er því ekkert skrýtið að margir fagni samkeppni í flugrekstri. Þegar miðstjórn ASÍ hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki er það ekki létt og lágstemmd yfirlýsing heldur er mikið í húfi og staðan mjög alvarleg. Hér er ekki aðeins um kjör starfsfólks Play að tefla. Hér er tekist á um grundvallaratriði á íslenskum vinnumarkaði og ef rangt er á haldið geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar fyrir allan almenning. Félagið sem gerir samning við Play er fyrrum stéttarfélag flugmanna hjá WOW-air. Samþykktum félagsins var breytt þannig að það næði yfir flugfreyjur og flugþjóna, en sem kunnugt er hafði félagið ekki hafið flug og því ekki með áhafnir á sínum snærum. Play gerir síðan samning við félagið um kjör flugfreyja og -þjóna áður en ráðningar í slík störf hefjast. Ekki er ljóst hver undirritar samninginn eða samþykkir fyrir hönd vinnandi fólks. Félagið ber skýr merki þess að vera svokallað „gult“ stéttarfélag en slík félög hafa víða verið lykilleikendur í skipulögðu niðurbroti stéttarfélaga. Samningurinn er þannig ekki gerður af hópi vinnandi fólks í krafti samstöðu innan stéttarfélags við atvinnurekanda. Kjörin í þessum samningi eru lægri en áður hafa sést í þessum geira og almennt lægri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Er það í samræmi við kynningar flugfélagsins (þegar félagið hét enn WAB) þar sem félagið reyndi að ganga í augu fjárfesta með fyrirheitum um að flugfreyjur og -þjónar fengju greidd umtalsvert lægri laun en höfðu tíðkast hjá WOW air. Íslenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks. Kjörin skipta máli en vinnubrögðin eru það alvarlegasta. Hér er á ferðinni niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks en einmitt sú hreyfing á hvað ríkastan þátt í því að á Íslandi eru lífsgæði almennt góð. Ef Play leyfist að plokka sjálfsögð réttindi af vinnandi fólki og bjóða lág flugfargjöld með undirboðum í launum þá munu önnur fyrirtæki feta þessa sömu leið, jafnvel í nafni þess að það sé sérstakt frelsimál fyrir vinnandi fólk að geta valið sig frá réttindum í sjúkrasjóðum eða til fjarvista vegna veikinda barna. Baráttan gegn Play er barátta gegn slíkri framkomu atvinnurekenda á íslenskum vinnumarkaði. Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun