Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play Drífa Snædal skrifar 21. maí 2021 14:31 Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er ekki síst mikilvægt fólki sem býr á eyju í miðju Atlantshafinu. Það er því ekkert skrýtið að margir fagni samkeppni í flugrekstri. Þegar miðstjórn ASÍ hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki er það ekki létt og lágstemmd yfirlýsing heldur er mikið í húfi og staðan mjög alvarleg. Hér er ekki aðeins um kjör starfsfólks Play að tefla. Hér er tekist á um grundvallaratriði á íslenskum vinnumarkaði og ef rangt er á haldið geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar fyrir allan almenning. Félagið sem gerir samning við Play er fyrrum stéttarfélag flugmanna hjá WOW-air. Samþykktum félagsins var breytt þannig að það næði yfir flugfreyjur og flugþjóna, en sem kunnugt er hafði félagið ekki hafið flug og því ekki með áhafnir á sínum snærum. Play gerir síðan samning við félagið um kjör flugfreyja og -þjóna áður en ráðningar í slík störf hefjast. Ekki er ljóst hver undirritar samninginn eða samþykkir fyrir hönd vinnandi fólks. Félagið ber skýr merki þess að vera svokallað „gult“ stéttarfélag en slík félög hafa víða verið lykilleikendur í skipulögðu niðurbroti stéttarfélaga. Samningurinn er þannig ekki gerður af hópi vinnandi fólks í krafti samstöðu innan stéttarfélags við atvinnurekanda. Kjörin í þessum samningi eru lægri en áður hafa sést í þessum geira og almennt lægri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Er það í samræmi við kynningar flugfélagsins (þegar félagið hét enn WAB) þar sem félagið reyndi að ganga í augu fjárfesta með fyrirheitum um að flugfreyjur og -þjónar fengju greidd umtalsvert lægri laun en höfðu tíðkast hjá WOW air. Íslenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks. Kjörin skipta máli en vinnubrögðin eru það alvarlegasta. Hér er á ferðinni niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks en einmitt sú hreyfing á hvað ríkastan þátt í því að á Íslandi eru lífsgæði almennt góð. Ef Play leyfist að plokka sjálfsögð réttindi af vinnandi fólki og bjóða lág flugfargjöld með undirboðum í launum þá munu önnur fyrirtæki feta þessa sömu leið, jafnvel í nafni þess að það sé sérstakt frelsimál fyrir vinnandi fólk að geta valið sig frá réttindum í sjúkrasjóðum eða til fjarvista vegna veikinda barna. Baráttan gegn Play er barátta gegn slíkri framkomu atvinnurekenda á íslenskum vinnumarkaði. Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Play Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er ekki síst mikilvægt fólki sem býr á eyju í miðju Atlantshafinu. Það er því ekkert skrýtið að margir fagni samkeppni í flugrekstri. Þegar miðstjórn ASÍ hvetur til sniðgöngu á fyrirtæki er það ekki létt og lágstemmd yfirlýsing heldur er mikið í húfi og staðan mjög alvarleg. Hér er ekki aðeins um kjör starfsfólks Play að tefla. Hér er tekist á um grundvallaratriði á íslenskum vinnumarkaði og ef rangt er á haldið geta afleiðingarnar orðið afdrifaríkar fyrir allan almenning. Félagið sem gerir samning við Play er fyrrum stéttarfélag flugmanna hjá WOW-air. Samþykktum félagsins var breytt þannig að það næði yfir flugfreyjur og flugþjóna, en sem kunnugt er hafði félagið ekki hafið flug og því ekki með áhafnir á sínum snærum. Play gerir síðan samning við félagið um kjör flugfreyja og -þjóna áður en ráðningar í slík störf hefjast. Ekki er ljóst hver undirritar samninginn eða samþykkir fyrir hönd vinnandi fólks. Félagið ber skýr merki þess að vera svokallað „gult“ stéttarfélag en slík félög hafa víða verið lykilleikendur í skipulögðu niðurbroti stéttarfélaga. Samningurinn er þannig ekki gerður af hópi vinnandi fólks í krafti samstöðu innan stéttarfélags við atvinnurekanda. Kjörin í þessum samningi eru lægri en áður hafa sést í þessum geira og almennt lægri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Er það í samræmi við kynningar flugfélagsins (þegar félagið hét enn WAB) þar sem félagið reyndi að ganga í augu fjárfesta með fyrirheitum um að flugfreyjur og -þjónar fengju greidd umtalsvert lægri laun en höfðu tíðkast hjá WOW air. Íslenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks. Kjörin skipta máli en vinnubrögðin eru það alvarlegasta. Hér er á ferðinni niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks en einmitt sú hreyfing á hvað ríkastan þátt í því að á Íslandi eru lífsgæði almennt góð. Ef Play leyfist að plokka sjálfsögð réttindi af vinnandi fólki og bjóða lág flugfargjöld með undirboðum í launum þá munu önnur fyrirtæki feta þessa sömu leið, jafnvel í nafni þess að það sé sérstakt frelsimál fyrir vinnandi fólk að geta valið sig frá réttindum í sjúkrasjóðum eða til fjarvista vegna veikinda barna. Baráttan gegn Play er barátta gegn slíkri framkomu atvinnurekenda á íslenskum vinnumarkaði. Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun