KA-menn reyna miklu miklu fleiri klókar sendingar en Víkingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:00 Ásgeir Sigurgeirsson og félagar í KA reyna mikið að komast í gegnum varnir andstæðingana með því að skera boltann í gegnum varnarlínuna. Vísir/Hulda Margrét KA og Víkingur eru hlið við hlið í stigatöflu Pepsi Max deildarinnar en þeir eru á sitthvorum enda töflunnar yfir klókar sendingar. Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira