Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 23:33 Daði og Gagnamagnið spila upptöku af æfingu aftur í úrslitunum á laugardaginn. @dadimakesmusic Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. Daði sagði að það hafi verið skrýtið að horfa á sig koma fram í keppninni í kvöld. „Ég heyrði eiginlega ekki í áhorfendunum að fagna, en ég fann fyrir því og fékk mörg myndbönd úr höllinni. Þetta var skemmtilegt kvöld en ég hefði viljað vera þarna. Við höfum séð þennan flutning áður, þannig að mér leið ekkert eins og ég væri að keppa í Eurovision í rauninni. Við erum bara að sitja á hóteli og horfa á Eurovision, en svo er fólkið sem er að keppa fyrir Ísland samt við.“ Daði staðfesti að sveitin kæmi ekki fram í persónu á laugardaginn. „Það er pirrandi, af því að við höfum lagt verulega mikla vinnu í þetta. Í gær, daginn áður en við eigum að keppa, komumst við að því að neibb, því miður. Við vorum komin í skóna og á leið niður í rútu þegar við fengum fréttirnar. Það er pirrandi,“ sagði Daði. Erlendir blaðamenn höfðu nokkurn áhuga á að vita hvernig hljómsveitarmeðlimum væri innanbrjóst og Daði skiptist á að segja að þetta væri skrýtið og pirrandi. Það verður ekki endurtekið nægilega oft. Ísland verður á meðal 26 þjóða sem keppa í úrslitum á laugardaginn og sigurlíkur Íslendinga eru meiri en þær hafa verið um árabil. Daða og félögum er spáð fjórða sæti. Viðtalið við Íslendingana er síðast: Eurovision Tengdar fréttir Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“ 20. maí 2021 22:21 „Bíddu er þetta alltaf svona mikill viðbjóður?“ Aðdáun fólks á Daða og Gagnamagninu leynir sér ekki þegar samfélagsmiðillinn Twitter er opnaður. Sú aðdáun skilaði sér auðvitað í því að Ísland komst áfram úr undankeppninni og tekur því þátt á lokakvöldinu á laugardag. 20. maí 2021 21:53 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Daði sagði að það hafi verið skrýtið að horfa á sig koma fram í keppninni í kvöld. „Ég heyrði eiginlega ekki í áhorfendunum að fagna, en ég fann fyrir því og fékk mörg myndbönd úr höllinni. Þetta var skemmtilegt kvöld en ég hefði viljað vera þarna. Við höfum séð þennan flutning áður, þannig að mér leið ekkert eins og ég væri að keppa í Eurovision í rauninni. Við erum bara að sitja á hóteli og horfa á Eurovision, en svo er fólkið sem er að keppa fyrir Ísland samt við.“ Daði staðfesti að sveitin kæmi ekki fram í persónu á laugardaginn. „Það er pirrandi, af því að við höfum lagt verulega mikla vinnu í þetta. Í gær, daginn áður en við eigum að keppa, komumst við að því að neibb, því miður. Við vorum komin í skóna og á leið niður í rútu þegar við fengum fréttirnar. Það er pirrandi,“ sagði Daði. Erlendir blaðamenn höfðu nokkurn áhuga á að vita hvernig hljómsveitarmeðlimum væri innanbrjóst og Daði skiptist á að segja að þetta væri skrýtið og pirrandi. Það verður ekki endurtekið nægilega oft. Ísland verður á meðal 26 þjóða sem keppa í úrslitum á laugardaginn og sigurlíkur Íslendinga eru meiri en þær hafa verið um árabil. Daða og félögum er spáð fjórða sæti. Viðtalið við Íslendingana er síðast:
Eurovision Tengdar fréttir Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“ 20. maí 2021 22:21 „Bíddu er þetta alltaf svona mikill viðbjóður?“ Aðdáun fólks á Daða og Gagnamagninu leynir sér ekki þegar samfélagsmiðillinn Twitter er opnaður. Sú aðdáun skilaði sér auðvitað í því að Ísland komst áfram úr undankeppninni og tekur því þátt á lokakvöldinu á laugardag. 20. maí 2021 21:53 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“ 20. maí 2021 22:21
„Bíddu er þetta alltaf svona mikill viðbjóður?“ Aðdáun fólks á Daða og Gagnamagninu leynir sér ekki þegar samfélagsmiðillinn Twitter er opnaður. Sú aðdáun skilaði sér auðvitað í því að Ísland komst áfram úr undankeppninni og tekur því þátt á lokakvöldinu á laugardag. 20. maí 2021 21:53