Svipmyndir frá fyrsta degi HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. maí 2021 18:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadótti, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Aldís Páls HönnunarMars í maí opnaði í gær þar sem hátt í 90 sýningar breiddu úr sér um höfuðborgarsvæðið. Að gefnu tilefni var óformleg opnun hátíðarinnar á Hafnartorgi þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadótti, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs opnuðu hátíðina með trompetblæstri frá Ara Braga Kárasyni. Rigningin setti sinn svip á þessa óformlegu opnun sem skapaði óneitanlega ákveðið mótvægi við bakgrunnsverkið, Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoega. Ari Bragi mundar trompetið.Aldís Páls Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma. Kynntu þér fjölbreytta dagskrá HönnunarMars í maí sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum. Engir stórir og mannmargir viðburðir eru á hátíðinni í ár vegna Covid. Allar sýningar og sýningarstaðir HönnunarMars fylgja gildandi sóttvarnarreglum er varða samkomutakmarkanir og grímuskyldu. Hér fyrir neðan má finna svipmyndir frá fyrsta degi hátíðarinnar eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Alla umfjöllun Vísis um hátíðina má finna í flokknum HönnunarMars. Íslensk hönnun kynnt á sýningu í Epal.Aldís Páls Frá fyrsta degi HönnunarMars.Aldís Páls Kolagatan á Hafnartorgi er ein af mörgum sýningarstaðsetningum HönnunarMars í ár.Aldís Páls Gunni Hilmars hlaut Indriðaverðlaun í Grósku í gær. Ítarlegt viðtal við hann birtist á Vísi fyrr í dag.Aldís Páls Frá setningu HönnunarMars 2021 í rigningunni í gær.Aldís Páls Studio HönnunarMars þar sem meðal annars má finna skemmtilegan myndavegg.Aldís Páls Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var stödd á opnun HönnunarMars í gær og var hún í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttunum. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Að gefnu tilefni var óformleg opnun hátíðarinnar á Hafnartorgi þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadótti, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs opnuðu hátíðina með trompetblæstri frá Ara Braga Kárasyni. Rigningin setti sinn svip á þessa óformlegu opnun sem skapaði óneitanlega ákveðið mótvægi við bakgrunnsverkið, Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoega. Ari Bragi mundar trompetið.Aldís Páls Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma. Kynntu þér fjölbreytta dagskrá HönnunarMars í maí sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum. Engir stórir og mannmargir viðburðir eru á hátíðinni í ár vegna Covid. Allar sýningar og sýningarstaðir HönnunarMars fylgja gildandi sóttvarnarreglum er varða samkomutakmarkanir og grímuskyldu. Hér fyrir neðan má finna svipmyndir frá fyrsta degi hátíðarinnar eftir ljósmyndarann Aldísi Pálsdóttur. Alla umfjöllun Vísis um hátíðina má finna í flokknum HönnunarMars. Íslensk hönnun kynnt á sýningu í Epal.Aldís Páls Frá fyrsta degi HönnunarMars.Aldís Páls Kolagatan á Hafnartorgi er ein af mörgum sýningarstaðsetningum HönnunarMars í ár.Aldís Páls Gunni Hilmars hlaut Indriðaverðlaun í Grósku í gær. Ítarlegt viðtal við hann birtist á Vísi fyrr í dag.Aldís Páls Frá setningu HönnunarMars 2021 í rigningunni í gær.Aldís Páls Studio HönnunarMars þar sem meðal annars má finna skemmtilegan myndavegg.Aldís Páls Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var stödd á opnun HönnunarMars í gær og var hún í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttunum. Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira