„Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. maí 2021 15:51 Gunni Hilmars hlaut Indriðaverðlaunin í gær. Vísir/Vilhelm Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. Indriðaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku í gær. Með verðlaununum vill Fatahönnunarfélag Íslands veita hönnuðum viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig. Bæði er ég fullur þakklætis og stoltur að viðurkenningunni sjálfri en ég og Indriði klæðskeri vorum samstarfsfélagar fyrir tuttugu árum og hann er einn mesti fagmaður sem ég hef unnið með. Ég hugsa oft til hans í mínum störfum og hef enn hans gildi um gæði og vinnubrögð að leiðarljósi. Að fá verðlaun nefnd eftir honum er bara fallegt,“ segir verðlaunahafinn stoltur í samtali við Vísi. Hönnun Gunna fyrir Kormák og Skjöld. „Indriði var meistari í sniðagerð og smáatriðum. Hann þoldi ekki tilgerðarlega hönnun. Allt þurfti að hafa tilgang. Engan óþarfa. Hans hönnun var afar falleg. Látlaus og tímalaus og efnavalið alltaf alveg frábært.“ Notar enn tuttugu ára jakka Gunni segist stoltastur af eigin verkefnum sem hann byggði frá grunni eins og GK Reykjavík, Andersen & Lauth og Freebird. Ef hann ætti að velja eina flík í uppáhaldi væri það tvískiptur frakki sem hann gerði með Indriða fyrir tuttugu árum. Það er flíkin sem hann er hvað ánægðastur með í dag ef hann horfir yfir ferilinn. „Ég á bláan og svartan og nota þá einn í dag. Er að hugsa um að gera hann aftur í næstu haustlínu Kormáks og Skjaldar. Kominn tímí á það snið aftur.“ Gunni, eins og hann er kallaður, hefur verið hönnuður til margra áratuga og hefur komið að fyrirtækjum sem virkilega hafa rutt brautina fyrir Íslenska fatahönnun svo sem, GK Reykjavík, Andersen & Lauth og Freebird. Hann starfaði erlendis í nokkur ár fyrir fyrirtæki eins og All Saints, Topshop, Bestseller og Day Birger et Mikkelsen. „Það hefur stundum verið sagt að allir geti hannað eina línu. Erfiðast sé að gera númer tvö og svo þrjú og svo áfram og áfram. Þetta fag er erfitt og krefjandi og fer fram á það að þú sért skapandi á hverjum degi. Að hafa gert þetta af ástríðu í tuttugu ár og hannað og komið í framleiðslu þúsundum af stílum bæði í kvenn og herrafatnaði er sennilega mesta afrekið. Ég hef verið heppinn að hafa unnið í mörgum mest spennandi hönnunarstúdíóum hvers tíma bæði hér, í Evrópu og í Ameríku. Ég hef unnið með mikið af framúrskarandi fólki í gegnum tíðina og fengið að ferðast um heimsins höf. Svo er það algert lán að fá í hluta af þessum verkefnum að starfa við hliðina á konunni minni. Það eru forréttindi.“ Hönnun Gunna fyrir Kormák og Skjöld. Skiptist í tvennt Gunni segir að hann eigi erfitt með að lýsa sjálfum sér sem hönnuði. „Ef ég ætti að reyna það þá myndi eg segja að ég væri duglegur, skipulagður, óhræddur og ég reyni að passa upp á alla fagmennsku í öllu ferlinu. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en léleg vinnubrögð og krefst þess að aðrir leggi sig alltaf hundrað prósent fram og öll gæði séu upp á tíu. Ég fer fram á það sama við sjálfan mig.“ Ásamt því að vinna í dag fyrir bandarísku fyrirtækin Anthropologie og Urban Outfitters þá er hans vinna í dag sem og síðustu átta árin með Kormáki og Skildi einstaklega fagleg. Á þessum árum þá hefur lína Kormáks & Skjaldar orðið leiðandi á íslenskum markaði og þekkt fyrir góð snið, góð efni og handbragð byggt á gömlum hefðum klæðskerans. Það er ýmislegt sem hefur mótað hann sem hönnuð. „Ég skiptist eiginlega í tvennt. Herrahönnnuðurinn og svo kvenfatahliðin. Í herra þá er ástríðan fyrir hinu fullkomna sniði og hágæða efnum sterk í mér. Það jafnast ekkert á við frábært snið í fallegu efni og allt framleitt á fullkominn hátt. Í kvenfatahliðinni þá elska ég gott handverk. Fallegar handbróderaðar flíkur í fallegum sniðum og fallegum litapalletum er eitthvað sem ég elska að koma að. Ætli það sé ekki handverkið, sagan og hefðin sem hafa mótað mig.“ Máltöflurnar hryllileg tilhugsun Gunni kynnti fyrir hönd Kormáks & Skjaldar Íslenskt Tweed 2020 og er það í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem það er framleitt hér á landi. Þetta er líka það sem Gunna finnst skemmtilegast að hanna í augnablikinu. „Þessa dagana á Íslenska Tweedið okkar hjá Kormáki og Skildi hug minn og smávöru- og fylgihlutalínan sem við erum að kynna á Hönnunarmars hefur verið afar skemmtilegt ferli. Eins komum við Kolla konan mín loksins húsi yfir verkefnin okkar hjá fatahönnunarmerkinu okkar, Freebird í vefversluninni www.freebirdclothes.com núna fyrir nokkrum vikum.“ Gunni er einn af stofnendum Fatahönnunarfélagsins og formaður þess til margra ára. Hann hefur líka setið í stjórn Nordic Fashion Association fyrir hönd Fatahönnunarfélagsins til margra ára og er nú formaður þess. Hann lifir og hrærist í list, hönnun og tónlist en það er ekki allt við hönnunarstarfið sem honum finnst jafn skemmtilegt. „Mér finnst í raun ekki leiðinlegt að hanna neitt en ég verð að viðurkenna að nauðsynlegir fylgihlutir hönnunar, sem eru máltöflur og graderingar finnst mér svakalega leiðinlegt að gera enda tímafrek og þurr nákvæmisvinna. Samt hef ég liklega gert yfir tíu þúsund máltöflur á ferlinum, hryllileg tilhugsun,“ segir Gunni og hlær. Úr nýrri línu Gunna sem sýnd er á HönnunarMars í Epal og í Hörpu. Það sem veitir honum mestan innblástur er snilld annarra, saga og hefðir. Það dýrmætasta sem hann segist hafa lært af ferlinum er að gefa aldrei afslátt á gæðakröfum og vinna alltaf með fólki sem er helst helmingi klárara en maður sjálfur. Þannig vaxi maður. Starfinu fylgja þó ýmsar áskoranir. „Að vakna á hverjum degi og vera skapandi þegar maður er búinn að fara í gegnum miklar og langar tarnir, mótlæti eða ósigra. Að finna ástríðuna og tilganginn. Ég held reyndar að allt skapandi fólk lendi í þessu.“ Á leið í rétta átt Gunni hefur sett sér það markmið sem hönnuður að verða betri á morgun en í dag. Gera færri mistök og eyða bara tímanum í skemmtileg verkefni með góðu fólki. Lífið sé einfaldlega of stutt fyrir annað. „Fatahönnun á Íslandi er ennþá ungt fag hér og að mörgu leyti þá eigum við aðeins í land til að ná okkar nágrannaþjóðum í veltu og umfangi greinarinnar. Smátt og smátt þá byggjum við upp þekkingu bæði í hönnun, framleiðslu og markaðssetningu á íslenskri hönnun. Það mætti gerast hraðar en ég á von að það fari að hraða á því. Hún er á leið í rétta átt,“ svarar Gunni aðspurður hvert fagið sé að fara. Styrkleikarnir eru að hans mati að gæðin á hönnuninni er til staðar og heimamarkaður er nokkuð góður og opinn fyrir íslenskri hönnun. „Margir af hönnuðum okkar nota landið og náttúruna sem innblástur sem er styrkur í markaðssetningu og þekking er að aukast.“ Handhafi Indriðaverðlaunanna ásamt þeim sem sáu um umræðuhringborðið að lokinni afhendingu í gær. Þátttakendur hringborðsins eru Arnar Már Jónsson fatahönnuður, Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Eva María Árnadóttir sviðsforseti Listaháskóla Íslands.Fatahönnunarfélag Íslands Fatahönnun á Íslandi hafi þó líka sína veikleika. „Það er helst þekking í praktískum málum hönnunar, framleiðslu og markaðssetningu sem vantar. Það mun koma með tímanum eftir þvi sem fleiri fyrirtæki fóta sig á erlendum mörkuðum og starfsmenn þeirra fá þá mikilvæga reynslu og þekkingu. Það er lykilatriði.“ HönnunarMars og tónleikar sama daginn Á HönnunarMars í ár sýnir Gunni vinnu sína fyrir Kormák og Skjöld á tveimur sýningarstöðum. „Í Epal sýnum við framþróun okkar með íslenska Tweedið sem ég hef verið að þróa síðustu árin. Ný smávöru- og fylghlutalína er sýnd, þar sem vörur eins og spjaldtölvu- og ferðatölvutöskur eru sýndar, snyrtitöskur, vasapelar, sixpensarar, inniskór og fleira. Í Hörpunni sýnum við að auki framþróun í tweed-efnunum sjálfum, fatnað og fleira úr Íslenska Tweedinu. Einnig kynnum við spennandi verkefni með Nordic Angan sem er lína af skeggolíum. Ég lofa bara fullt af fallegum herra og dömufötum og spennandi smávörum. Þetta ár verður kraftmikið.“ Ágústa Eva og Gunnar Hilmarsson. Hljómsveitin Sycamore Tree. Gunni er líka alltaf á fullu í tónlistinni og tekur ekki hlé frá því þó að það sé HönnunarMars í gangi og nóg að gera í hönnuninni. „Þetta ár verður ekki minna kraftmikið músikmegin. Ég og Ágústa Eva, Sycamore Tree höfum nú þegar gefið út tvær EP plötur á árinu. Western Sessions og Winter Songs. Sú fyrri kemur einmitt á vinyl í dag. Seinna á árinu þá kemur breiðskífa frá okkur sem við höfum verið að vinna að í tvö ár. Mikið verður um tónleikahald. Við höfum verið svo heppin með viðtökurnar á mússikinni og erum rétt að byrja. Þar viljum við gera alltaf betur og betur.“ Á föstudag er hann svo með Sycamore Tree-tónleika. „Það er orðið langt síðan að það var hægt að halda tónleika. Við hlökkum mikið til. Við verðum í Hörpunni og með okkur er einvalalið eins og venjulega. Arnar Guðjóns, Þorleifur Gaukur og Einar Scheving. Ég á von að við verðum bæði á mjúku en líka á kraftmiklu nótunum. Við munum spila eldra efni í bland við allt það nýjasta og líka óutkomið spennandi efni.“ Tónlist Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Hönnuðir prófa sig áfram í leirlist fyrir augum gangandi vegfaranda Rammagerðin verður með opna leirvinnustofu í glugga verslunarinnar á HönnunarMars í ár ásamt því að hýsa afmælissýningu Leirlistafélags Íslands. 20. maí 2021 11:00 Dagur tvö á HönnunarMars Dagur tvö er runninn upp á HönnunarMars 2021 og enn fleiri viðburðir og sýningar tilbúnar til að taka á móti áhorfendum. Hér fyrir neðan má sjá allt það sem er á dagskrá fimmtudaginn 20. maí. 20. maí 2021 09:00 Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00 Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Indriðaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku í gær. Með verðlaununum vill Fatahönnunarfélag Íslands veita hönnuðum viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig. Bæði er ég fullur þakklætis og stoltur að viðurkenningunni sjálfri en ég og Indriði klæðskeri vorum samstarfsfélagar fyrir tuttugu árum og hann er einn mesti fagmaður sem ég hef unnið með. Ég hugsa oft til hans í mínum störfum og hef enn hans gildi um gæði og vinnubrögð að leiðarljósi. Að fá verðlaun nefnd eftir honum er bara fallegt,“ segir verðlaunahafinn stoltur í samtali við Vísi. Hönnun Gunna fyrir Kormák og Skjöld. „Indriði var meistari í sniðagerð og smáatriðum. Hann þoldi ekki tilgerðarlega hönnun. Allt þurfti að hafa tilgang. Engan óþarfa. Hans hönnun var afar falleg. Látlaus og tímalaus og efnavalið alltaf alveg frábært.“ Notar enn tuttugu ára jakka Gunni segist stoltastur af eigin verkefnum sem hann byggði frá grunni eins og GK Reykjavík, Andersen & Lauth og Freebird. Ef hann ætti að velja eina flík í uppáhaldi væri það tvískiptur frakki sem hann gerði með Indriða fyrir tuttugu árum. Það er flíkin sem hann er hvað ánægðastur með í dag ef hann horfir yfir ferilinn. „Ég á bláan og svartan og nota þá einn í dag. Er að hugsa um að gera hann aftur í næstu haustlínu Kormáks og Skjaldar. Kominn tímí á það snið aftur.“ Gunni, eins og hann er kallaður, hefur verið hönnuður til margra áratuga og hefur komið að fyrirtækjum sem virkilega hafa rutt brautina fyrir Íslenska fatahönnun svo sem, GK Reykjavík, Andersen & Lauth og Freebird. Hann starfaði erlendis í nokkur ár fyrir fyrirtæki eins og All Saints, Topshop, Bestseller og Day Birger et Mikkelsen. „Það hefur stundum verið sagt að allir geti hannað eina línu. Erfiðast sé að gera númer tvö og svo þrjú og svo áfram og áfram. Þetta fag er erfitt og krefjandi og fer fram á það að þú sért skapandi á hverjum degi. Að hafa gert þetta af ástríðu í tuttugu ár og hannað og komið í framleiðslu þúsundum af stílum bæði í kvenn og herrafatnaði er sennilega mesta afrekið. Ég hef verið heppinn að hafa unnið í mörgum mest spennandi hönnunarstúdíóum hvers tíma bæði hér, í Evrópu og í Ameríku. Ég hef unnið með mikið af framúrskarandi fólki í gegnum tíðina og fengið að ferðast um heimsins höf. Svo er það algert lán að fá í hluta af þessum verkefnum að starfa við hliðina á konunni minni. Það eru forréttindi.“ Hönnun Gunna fyrir Kormák og Skjöld. Skiptist í tvennt Gunni segir að hann eigi erfitt með að lýsa sjálfum sér sem hönnuði. „Ef ég ætti að reyna það þá myndi eg segja að ég væri duglegur, skipulagður, óhræddur og ég reyni að passa upp á alla fagmennsku í öllu ferlinu. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en léleg vinnubrögð og krefst þess að aðrir leggi sig alltaf hundrað prósent fram og öll gæði séu upp á tíu. Ég fer fram á það sama við sjálfan mig.“ Ásamt því að vinna í dag fyrir bandarísku fyrirtækin Anthropologie og Urban Outfitters þá er hans vinna í dag sem og síðustu átta árin með Kormáki og Skildi einstaklega fagleg. Á þessum árum þá hefur lína Kormáks & Skjaldar orðið leiðandi á íslenskum markaði og þekkt fyrir góð snið, góð efni og handbragð byggt á gömlum hefðum klæðskerans. Það er ýmislegt sem hefur mótað hann sem hönnuð. „Ég skiptist eiginlega í tvennt. Herrahönnnuðurinn og svo kvenfatahliðin. Í herra þá er ástríðan fyrir hinu fullkomna sniði og hágæða efnum sterk í mér. Það jafnast ekkert á við frábært snið í fallegu efni og allt framleitt á fullkominn hátt. Í kvenfatahliðinni þá elska ég gott handverk. Fallegar handbróderaðar flíkur í fallegum sniðum og fallegum litapalletum er eitthvað sem ég elska að koma að. Ætli það sé ekki handverkið, sagan og hefðin sem hafa mótað mig.“ Máltöflurnar hryllileg tilhugsun Gunni kynnti fyrir hönd Kormáks & Skjaldar Íslenskt Tweed 2020 og er það í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem það er framleitt hér á landi. Þetta er líka það sem Gunna finnst skemmtilegast að hanna í augnablikinu. „Þessa dagana á Íslenska Tweedið okkar hjá Kormáki og Skildi hug minn og smávöru- og fylgihlutalínan sem við erum að kynna á Hönnunarmars hefur verið afar skemmtilegt ferli. Eins komum við Kolla konan mín loksins húsi yfir verkefnin okkar hjá fatahönnunarmerkinu okkar, Freebird í vefversluninni www.freebirdclothes.com núna fyrir nokkrum vikum.“ Gunni er einn af stofnendum Fatahönnunarfélagsins og formaður þess til margra ára. Hann hefur líka setið í stjórn Nordic Fashion Association fyrir hönd Fatahönnunarfélagsins til margra ára og er nú formaður þess. Hann lifir og hrærist í list, hönnun og tónlist en það er ekki allt við hönnunarstarfið sem honum finnst jafn skemmtilegt. „Mér finnst í raun ekki leiðinlegt að hanna neitt en ég verð að viðurkenna að nauðsynlegir fylgihlutir hönnunar, sem eru máltöflur og graderingar finnst mér svakalega leiðinlegt að gera enda tímafrek og þurr nákvæmisvinna. Samt hef ég liklega gert yfir tíu þúsund máltöflur á ferlinum, hryllileg tilhugsun,“ segir Gunni og hlær. Úr nýrri línu Gunna sem sýnd er á HönnunarMars í Epal og í Hörpu. Það sem veitir honum mestan innblástur er snilld annarra, saga og hefðir. Það dýrmætasta sem hann segist hafa lært af ferlinum er að gefa aldrei afslátt á gæðakröfum og vinna alltaf með fólki sem er helst helmingi klárara en maður sjálfur. Þannig vaxi maður. Starfinu fylgja þó ýmsar áskoranir. „Að vakna á hverjum degi og vera skapandi þegar maður er búinn að fara í gegnum miklar og langar tarnir, mótlæti eða ósigra. Að finna ástríðuna og tilganginn. Ég held reyndar að allt skapandi fólk lendi í þessu.“ Á leið í rétta átt Gunni hefur sett sér það markmið sem hönnuður að verða betri á morgun en í dag. Gera færri mistök og eyða bara tímanum í skemmtileg verkefni með góðu fólki. Lífið sé einfaldlega of stutt fyrir annað. „Fatahönnun á Íslandi er ennþá ungt fag hér og að mörgu leyti þá eigum við aðeins í land til að ná okkar nágrannaþjóðum í veltu og umfangi greinarinnar. Smátt og smátt þá byggjum við upp þekkingu bæði í hönnun, framleiðslu og markaðssetningu á íslenskri hönnun. Það mætti gerast hraðar en ég á von að það fari að hraða á því. Hún er á leið í rétta átt,“ svarar Gunni aðspurður hvert fagið sé að fara. Styrkleikarnir eru að hans mati að gæðin á hönnuninni er til staðar og heimamarkaður er nokkuð góður og opinn fyrir íslenskri hönnun. „Margir af hönnuðum okkar nota landið og náttúruna sem innblástur sem er styrkur í markaðssetningu og þekking er að aukast.“ Handhafi Indriðaverðlaunanna ásamt þeim sem sáu um umræðuhringborðið að lokinni afhendingu í gær. Þátttakendur hringborðsins eru Arnar Már Jónsson fatahönnuður, Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Eva María Árnadóttir sviðsforseti Listaháskóla Íslands.Fatahönnunarfélag Íslands Fatahönnun á Íslandi hafi þó líka sína veikleika. „Það er helst þekking í praktískum málum hönnunar, framleiðslu og markaðssetningu sem vantar. Það mun koma með tímanum eftir þvi sem fleiri fyrirtæki fóta sig á erlendum mörkuðum og starfsmenn þeirra fá þá mikilvæga reynslu og þekkingu. Það er lykilatriði.“ HönnunarMars og tónleikar sama daginn Á HönnunarMars í ár sýnir Gunni vinnu sína fyrir Kormák og Skjöld á tveimur sýningarstöðum. „Í Epal sýnum við framþróun okkar með íslenska Tweedið sem ég hef verið að þróa síðustu árin. Ný smávöru- og fylghlutalína er sýnd, þar sem vörur eins og spjaldtölvu- og ferðatölvutöskur eru sýndar, snyrtitöskur, vasapelar, sixpensarar, inniskór og fleira. Í Hörpunni sýnum við að auki framþróun í tweed-efnunum sjálfum, fatnað og fleira úr Íslenska Tweedinu. Einnig kynnum við spennandi verkefni með Nordic Angan sem er lína af skeggolíum. Ég lofa bara fullt af fallegum herra og dömufötum og spennandi smávörum. Þetta ár verður kraftmikið.“ Ágústa Eva og Gunnar Hilmarsson. Hljómsveitin Sycamore Tree. Gunni er líka alltaf á fullu í tónlistinni og tekur ekki hlé frá því þó að það sé HönnunarMars í gangi og nóg að gera í hönnuninni. „Þetta ár verður ekki minna kraftmikið músikmegin. Ég og Ágústa Eva, Sycamore Tree höfum nú þegar gefið út tvær EP plötur á árinu. Western Sessions og Winter Songs. Sú fyrri kemur einmitt á vinyl í dag. Seinna á árinu þá kemur breiðskífa frá okkur sem við höfum verið að vinna að í tvö ár. Mikið verður um tónleikahald. Við höfum verið svo heppin með viðtökurnar á mússikinni og erum rétt að byrja. Þar viljum við gera alltaf betur og betur.“ Á föstudag er hann svo með Sycamore Tree-tónleika. „Það er orðið langt síðan að það var hægt að halda tónleika. Við hlökkum mikið til. Við verðum í Hörpunni og með okkur er einvalalið eins og venjulega. Arnar Guðjóns, Þorleifur Gaukur og Einar Scheving. Ég á von að við verðum bæði á mjúku en líka á kraftmiklu nótunum. Við munum spila eldra efni í bland við allt það nýjasta og líka óutkomið spennandi efni.“
Tónlist Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Hönnuðir prófa sig áfram í leirlist fyrir augum gangandi vegfaranda Rammagerðin verður með opna leirvinnustofu í glugga verslunarinnar á HönnunarMars í ár ásamt því að hýsa afmælissýningu Leirlistafélags Íslands. 20. maí 2021 11:00 Dagur tvö á HönnunarMars Dagur tvö er runninn upp á HönnunarMars 2021 og enn fleiri viðburðir og sýningar tilbúnar til að taka á móti áhorfendum. Hér fyrir neðan má sjá allt það sem er á dagskrá fimmtudaginn 20. maí. 20. maí 2021 09:00 Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00 Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnuðir prófa sig áfram í leirlist fyrir augum gangandi vegfaranda Rammagerðin verður með opna leirvinnustofu í glugga verslunarinnar á HönnunarMars í ár ásamt því að hýsa afmælissýningu Leirlistafélags Íslands. 20. maí 2021 11:00
Dagur tvö á HönnunarMars Dagur tvö er runninn upp á HönnunarMars 2021 og enn fleiri viðburðir og sýningar tilbúnar til að taka á móti áhorfendum. Hér fyrir neðan má sjá allt það sem er á dagskrá fimmtudaginn 20. maí. 20. maí 2021 09:00
Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01
Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00