Ekki meira landsbyggðarþras Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2021 07:32 Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar