Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 15:31 Bitcoin hafði þegar mest var tapað tæpum þrjátíu prósentum af verðmæti sínu á einum sólarhring. EPA/SASCHA STEINBACH Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta. Rafmyntir Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta.
Rafmyntir Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira