Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 15:31 Bitcoin hafði þegar mest var tapað tæpum þrjátíu prósentum af verðmæti sínu á einum sólarhring. EPA/SASCHA STEINBACH Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta. Rafmyntir Kína Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta.
Rafmyntir Kína Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira