Eldræða Arnars um leikbann Hlyns: Misgáfulegir sófasérfræðingar væla út leikbann á samfélagsmiðlum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2021 23:10 Arnar hafði ýmislegt að segja um leikbann Hlyns Bæringssonar. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ósáttur með tapið gegn Grindvíkingum í kvöld. Hann hafði sitt að segja um leikbannið sem Hlynur Bæringsson var dæmdur í og gagnrýndi vinnubrögð Körfuknattleikssambandsins harðlega. „Grindvíkingar komu út mjög ákveðnir strax í upphafi. Þeir voru með gott sóknarplan í dag og fengu auðveldar körfur í byrjun. Við vorum kærulausir og fengum körfur í bakið. Við erum að elta og náum aldrei neinum tökum á þeim það sem eftir er.“ Eins og flestir vita var Hlynur Bæringsson dæmdur í leikbann í dag eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardaginn. Arnar var mjög gagnrýninn á vinnubrögðin í kringum það mál. „Númer eitt er ég ósammála dómnum. Þarna eru tveir menn á fleygiferð og hann lemur hann ekki í höfuðið. Númer tvö þá er þetta kerfi okkar ekki gott. Loksins fengu Grindvíkingar kannski að vera réttu megin í þessum sirkus. Í fyrra þá var Seth LeDay dæmdur í bann þremur leikjum eftir á í staðinn fyrir að það væri gert strax sem eru eðlileg vinnubrögð.“ „Einhver formgalli gerði það til dæmis að verkum að Glenn Robinson, sem er á Hornafirði núna, spilaði á móti Grindavík þegar hann hefði átt að vera í banni. Mér finnst vinnubrögðin ekki góð. Við fengum að vita klukkan tólf í dag að Hlynur yrði í banni.“ „Þetta er séríslenskt dæmi“ Arnar vill að kerfið sé lagfært.Vísir / Vilhelm Arnar vill meina að uppfæra þurfi reglurnar á Íslandi sem snúa að því hversu mikið þarf til að menn séu dæmdir í leikbann. „Bandaríkjamaðurinn hjá Þór Akureyri fær tæknivillu í annað skiptið og fer í bann hér á Íslandi, það er séríslenskt dæmi. Það er ekki búið að uppfæra reglurnar því þegar reglurnar voru settar varðandi það þegar menn eru reknir út úr húsi þá sé viðvörun og í annað skipti er leikbann, þá var ekki til taktísk villa. Þá var ekki gefin tæknivilla á leikaraskap heldur. Það er ekki búið að laga þetta í samræmi við leikinn.“ „Menn annars staðar í Evrópu skilja ekki að þetta sé svona. Ég talaði við kollega mína í Svíþjóð þegar ég fór í bann og þeir áttu ekki orð yfir því að maður færi í bann fyrir að vera hent út úr húsi. Hvað þá þegar ég sagði þeim frá þessu með leikmann Þórs frá Akureyri. Fyrri villan hans var í sjöttu umferð og það var bara vondur dómur gegn okkur. Það er ekki hægt að skoða það en íþróttir eru farnar að vera skrýtnar þegar hægt er að frysta og skoða eitt einstakt tilvik.“ Atvikið á laugardaginn var á milli Hlyns og Dags Kár Jónssonar sem var nýkominn til baka eftir höfuðmeiðsli en Hlynur fékk bannið fyrir að gefa Degi höfuðhögg. „Guði sé lof að Dagur hefur það gott eftir þetta, það er ekki það sem þetta snýst um. Ég er ósáttur með dóminn og ég er ósáttur með vinnubrögðin. Ég ætla ekkert að fara ofan af því, mér finnst þetta bara lélegt.“ „Þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði í tíu mínútur í sjónvarpinu" Hlynur í baráttu við Grindvíkinga í fyrsta leik liðanna í einvíginu.Vísir / Bára Ársþing KKÍ hefur völdin þegar kemur að því að breyta lögum og reglugerðum sambandsins og sagðist Arnar hafa reynt að koma skilaboðum áleiðis um að kerfið væri gallað. „Ég sendi inn einhvern tölvupóst en ég kann ekki að búa til reglugerðir eða annað slíkt en ég var búinn að benda á að þetta væri hálfgalið. Ég kann ekki lögfræði, þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði um þetta í tíu mínútur í sjónvarpsþættinum. Hann allavega náði að gera þetta vel,“ bætti Arnar við og á þá væntanlega við Sævar Sævarsson, sérfræðing í Domino´s körfuboltakvöldi. „Það kemur ekkert fyrr en einhver spjallsíða á Facebook, sem ég er ekki hluti af en ég fékk að heyra hvað gekk þar á, fer á fullt. Þar er gasað út í eitt og þá er bara kallað á einhver viðbrögð. Við erum farin að láta einhverja misgáfulega sófasérfræðinga væla út leikbönn á samfélagsmiðlum. Ég veit ekki hvað mér finnst um það.“ „Eða þá einhverja lögfræðimenntaða sérfræðinga úr Keflavík sem taka einhverja ræðu í sjónvarpinu þar sem allt er stoppað og myndin fryst. Við erum bara að vera komnir í mjög leiðinlegt samfélag finnst mér.“ Arnar sagðist hafa áhyggjur af því að lykilmenn hans yrðu frá vegna meiðsla eftir leikinn í kvöld. Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru báðir meiddir af velli, Mirza hélt um hnéð en Gunnar síðuna. „Ég veit ekki ennþá hvað það er en ég er smeykur. Við þurfum að skoða þetta og finna af hverju við létum fara svona illa með okkur. Við þurfum líka að fylla í götin þar sem það á við, það er alveg á hreinu.“ Arnar sagði að fjarvera Hlyns Bæringssonar hefði skipt miklu en hann verður mættur aftur í slaginn í þriðja leik liðanna á laugardag. „Það breytir öllu. Hann er okkar leiðtogi og við söknuðum hans í dag, það gaf auga leið. Það vantaði hann í kvöld.“ Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 101-89 | Grindavík jafnaði metin Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. 18. maí 2021 22:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
„Grindvíkingar komu út mjög ákveðnir strax í upphafi. Þeir voru með gott sóknarplan í dag og fengu auðveldar körfur í byrjun. Við vorum kærulausir og fengum körfur í bakið. Við erum að elta og náum aldrei neinum tökum á þeim það sem eftir er.“ Eins og flestir vita var Hlynur Bæringsson dæmdur í leikbann í dag eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardaginn. Arnar var mjög gagnrýninn á vinnubrögðin í kringum það mál. „Númer eitt er ég ósammála dómnum. Þarna eru tveir menn á fleygiferð og hann lemur hann ekki í höfuðið. Númer tvö þá er þetta kerfi okkar ekki gott. Loksins fengu Grindvíkingar kannski að vera réttu megin í þessum sirkus. Í fyrra þá var Seth LeDay dæmdur í bann þremur leikjum eftir á í staðinn fyrir að það væri gert strax sem eru eðlileg vinnubrögð.“ „Einhver formgalli gerði það til dæmis að verkum að Glenn Robinson, sem er á Hornafirði núna, spilaði á móti Grindavík þegar hann hefði átt að vera í banni. Mér finnst vinnubrögðin ekki góð. Við fengum að vita klukkan tólf í dag að Hlynur yrði í banni.“ „Þetta er séríslenskt dæmi“ Arnar vill að kerfið sé lagfært.Vísir / Vilhelm Arnar vill meina að uppfæra þurfi reglurnar á Íslandi sem snúa að því hversu mikið þarf til að menn séu dæmdir í leikbann. „Bandaríkjamaðurinn hjá Þór Akureyri fær tæknivillu í annað skiptið og fer í bann hér á Íslandi, það er séríslenskt dæmi. Það er ekki búið að uppfæra reglurnar því þegar reglurnar voru settar varðandi það þegar menn eru reknir út úr húsi þá sé viðvörun og í annað skipti er leikbann, þá var ekki til taktísk villa. Þá var ekki gefin tæknivilla á leikaraskap heldur. Það er ekki búið að laga þetta í samræmi við leikinn.“ „Menn annars staðar í Evrópu skilja ekki að þetta sé svona. Ég talaði við kollega mína í Svíþjóð þegar ég fór í bann og þeir áttu ekki orð yfir því að maður færi í bann fyrir að vera hent út úr húsi. Hvað þá þegar ég sagði þeim frá þessu með leikmann Þórs frá Akureyri. Fyrri villan hans var í sjöttu umferð og það var bara vondur dómur gegn okkur. Það er ekki hægt að skoða það en íþróttir eru farnar að vera skrýtnar þegar hægt er að frysta og skoða eitt einstakt tilvik.“ Atvikið á laugardaginn var á milli Hlyns og Dags Kár Jónssonar sem var nýkominn til baka eftir höfuðmeiðsli en Hlynur fékk bannið fyrir að gefa Degi höfuðhögg. „Guði sé lof að Dagur hefur það gott eftir þetta, það er ekki það sem þetta snýst um. Ég er ósáttur með dóminn og ég er ósáttur með vinnubrögðin. Ég ætla ekkert að fara ofan af því, mér finnst þetta bara lélegt.“ „Þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði í tíu mínútur í sjónvarpinu" Hlynur í baráttu við Grindvíkinga í fyrsta leik liðanna í einvíginu.Vísir / Bára Ársþing KKÍ hefur völdin þegar kemur að því að breyta lögum og reglugerðum sambandsins og sagðist Arnar hafa reynt að koma skilaboðum áleiðis um að kerfið væri gallað. „Ég sendi inn einhvern tölvupóst en ég kann ekki að búa til reglugerðir eða annað slíkt en ég var búinn að benda á að þetta væri hálfgalið. Ég kann ekki lögfræði, þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði um þetta í tíu mínútur í sjónvarpsþættinum. Hann allavega náði að gera þetta vel,“ bætti Arnar við og á þá væntanlega við Sævar Sævarsson, sérfræðing í Domino´s körfuboltakvöldi. „Það kemur ekkert fyrr en einhver spjallsíða á Facebook, sem ég er ekki hluti af en ég fékk að heyra hvað gekk þar á, fer á fullt. Þar er gasað út í eitt og þá er bara kallað á einhver viðbrögð. Við erum farin að láta einhverja misgáfulega sófasérfræðinga væla út leikbönn á samfélagsmiðlum. Ég veit ekki hvað mér finnst um það.“ „Eða þá einhverja lögfræðimenntaða sérfræðinga úr Keflavík sem taka einhverja ræðu í sjónvarpinu þar sem allt er stoppað og myndin fryst. Við erum bara að vera komnir í mjög leiðinlegt samfélag finnst mér.“ Arnar sagðist hafa áhyggjur af því að lykilmenn hans yrðu frá vegna meiðsla eftir leikinn í kvöld. Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru báðir meiddir af velli, Mirza hélt um hnéð en Gunnar síðuna. „Ég veit ekki ennþá hvað það er en ég er smeykur. Við þurfum að skoða þetta og finna af hverju við létum fara svona illa með okkur. Við þurfum líka að fylla í götin þar sem það á við, það er alveg á hreinu.“ Arnar sagði að fjarvera Hlyns Bæringssonar hefði skipt miklu en hann verður mættur aftur í slaginn í þriðja leik liðanna á laugardag. „Það breytir öllu. Hann er okkar leiðtogi og við söknuðum hans í dag, það gaf auga leið. Það vantaði hann í kvöld.“
Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 101-89 | Grindavík jafnaði metin Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. 18. maí 2021 22:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 101-89 | Grindavík jafnaði metin Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. 18. maí 2021 22:00