Aðför samgönguráðherra að Egilsstaðaflugvelli Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 19. maí 2021 16:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Tvö ár eru nú liðin síðan samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lofaði því að verkið væri að fara í útboð, ekki aðeins það, heldur átti að byggja fyrsta hluta akstursbrautar meðfram flugbrautinni, til þess að liðka fyrir umferð um brautina, og að sá hluti mundi jafnframt nýtast til að leggja flugvélum skamma hríð. Þannig hafði akstursbrautin tvíþætt áhrif, liðka fyrir umferð loftfara á flugbrautinni, og flýta fyrir að rýma brautina fyrir annarri umferð. Að auki átti sá kostur að vera fyrir hendi að nota akstursbrautina sem stæði fyrir flugvélar þegar ástand lokaði öðrum flugvöllum á Íslandi um stundarsakir. Hugmyndin var góðra gjalda verð og ekki að sjá annað en hún gæti virkað fullkomlega, enda kviknaði hugmyndin heima fyrir. Nú er loks búið að bjóða út endurbætur á flugvellinum sem felast í því að endurnýja yfirborð brautarinnar. Brautin er orðin mjög varasöm að mati Öryggisnefndar íslenskra flugmanna og flugrekenda almennt. Það voru vissulega mikil tíðindi að nú skyldi standa við stór orð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefja framkvæmdir. En sælan varði ekki lengi hjá áhugafólki um Egilsstaðaflugvöll sem þó er löngu orðið vant því að loforð séu ekki efnd þegar kemur að framkvæmdum á landsbyggðinni. Stóra áfallið var að akstursbrautin var skorin frá verkinu og framkvæmdum frestað um óákveðinn tíma en eins og allir vita getur slík frestun varað í áratugi. Austfirðingar hafa þagað þunnu hljóði vegna annars flugvallaverkefnis í NA-kjördæmi, sem virðist hafa betri aðgang að ríkiskassanum. Eflaust blöskrar mörgum eyðslan í það verkefni, einkum Austfirðingum. Samkvæmt áætlunum verður, árið 2025, framkvæmdakostnaður við það eina verk kominn í sjö milljarða frá aldamótum talið. Þar er ekki stýft úr hnefa. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætti ekki verða skotaskuld úr því að koma myndarlega að verkefni um Egilsstaðaflugvöll, standa við gefin loforð, og leggja það fé sem til þarf í Egilsstaðaflugvöll. Flugvöllinn sem er einn sá fremsti í flugöryggislegu tilliti á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Tvö ár eru nú liðin síðan samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lofaði því að verkið væri að fara í útboð, ekki aðeins það, heldur átti að byggja fyrsta hluta akstursbrautar meðfram flugbrautinni, til þess að liðka fyrir umferð um brautina, og að sá hluti mundi jafnframt nýtast til að leggja flugvélum skamma hríð. Þannig hafði akstursbrautin tvíþætt áhrif, liðka fyrir umferð loftfara á flugbrautinni, og flýta fyrir að rýma brautina fyrir annarri umferð. Að auki átti sá kostur að vera fyrir hendi að nota akstursbrautina sem stæði fyrir flugvélar þegar ástand lokaði öðrum flugvöllum á Íslandi um stundarsakir. Hugmyndin var góðra gjalda verð og ekki að sjá annað en hún gæti virkað fullkomlega, enda kviknaði hugmyndin heima fyrir. Nú er loks búið að bjóða út endurbætur á flugvellinum sem felast í því að endurnýja yfirborð brautarinnar. Brautin er orðin mjög varasöm að mati Öryggisnefndar íslenskra flugmanna og flugrekenda almennt. Það voru vissulega mikil tíðindi að nú skyldi standa við stór orð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefja framkvæmdir. En sælan varði ekki lengi hjá áhugafólki um Egilsstaðaflugvöll sem þó er löngu orðið vant því að loforð séu ekki efnd þegar kemur að framkvæmdum á landsbyggðinni. Stóra áfallið var að akstursbrautin var skorin frá verkinu og framkvæmdum frestað um óákveðinn tíma en eins og allir vita getur slík frestun varað í áratugi. Austfirðingar hafa þagað þunnu hljóði vegna annars flugvallaverkefnis í NA-kjördæmi, sem virðist hafa betri aðgang að ríkiskassanum. Eflaust blöskrar mörgum eyðslan í það verkefni, einkum Austfirðingum. Samkvæmt áætlunum verður, árið 2025, framkvæmdakostnaður við það eina verk kominn í sjö milljarða frá aldamótum talið. Þar er ekki stýft úr hnefa. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætti ekki verða skotaskuld úr því að koma myndarlega að verkefni um Egilsstaðaflugvöll, standa við gefin loforð, og leggja það fé sem til þarf í Egilsstaðaflugvöll. Flugvöllinn sem er einn sá fremsti í flugöryggislegu tilliti á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun