Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2021 19:01 Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. Miðasala hófst hjá Play hófst í nótt og um leið var hulunni svipt af áfangastöðum sem alls eru sjö talsins; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Fyrsta flugferðin verður til London 24. júní. Birgir Jónsson, forstjóri segir flugáætlun malla af stað með einni vél. „Það var fyrst flugið á flugrekstrarleyfi okkar í nótt. Það var verið að færa hana inn í skýli þar sem hún verður máluð og hún kemur til Íslands í byrjun júní,“ segir Birgir. Tvær aðrar bætast síðan í flotann í júlí. Hann segir miðasölu hafa farið vel af stað. Hvað er vinsælast? „Íslendingurinn vill fara í sólina. Það er Tenerife og Alicante. En svo eru margir ferðamenn að bóka inn til Íslands.“ Birgir Jónsson forstjóri PlayFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fréttastofa gerði lauslega könnun á fargjöldum í dag og þau ódýrstu nema 6.500 krónum til London en þangað verður flogið fjórum sinnum í viku. Ódýrustu fargjöldin til Tenerife nema um sextán þúsund krónum, þótt slíkt verð sé heldur vandfundið. Greiða þarf fyrir aukaþjónustu á borð við handfarangur sem ekki kemst undir sæti og innritaðan farangur. „Við sjáum það núna að samkeppnisaðilar okkar eru að henda sínum verðum niður þannig við erum að ýta markaðsverðinu niður fyrir alla neytendur og það er það sem við ætlum áfram að gera,“ segir Birgir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir innkomu félagsins líklega góðar fréttir fyrir neytendur. „Samkeppni hefur hefur hingað til þrýst verði niður og aukið þjónustu þannig við fögnum því bara að Play sé að koma inn á markaðinn,“ segir Breki. Hann segir þó erfitt að meta hvaða áhrif fall WOW hafi almennt haft á fargjöld vegna óvenjulegra tíma sem tóku við í faraldrinum. „Það tóku náttúrulega mjög skrýtnir tímar við en verð hefur verið í háum hæðum, þó það sé kannski ekki alveg sambærilegt við það sem áður var í þessu árferði. En við teljum að það hljóti að vera tækifæri til þess að lækka nú þegar fleiri koma inn á markaðinn og samkeppnin eykst.“ Play Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Miðasala hófst hjá Play hófst í nótt og um leið var hulunni svipt af áfangastöðum sem alls eru sjö talsins; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Fyrsta flugferðin verður til London 24. júní. Birgir Jónsson, forstjóri segir flugáætlun malla af stað með einni vél. „Það var fyrst flugið á flugrekstrarleyfi okkar í nótt. Það var verið að færa hana inn í skýli þar sem hún verður máluð og hún kemur til Íslands í byrjun júní,“ segir Birgir. Tvær aðrar bætast síðan í flotann í júlí. Hann segir miðasölu hafa farið vel af stað. Hvað er vinsælast? „Íslendingurinn vill fara í sólina. Það er Tenerife og Alicante. En svo eru margir ferðamenn að bóka inn til Íslands.“ Birgir Jónsson forstjóri PlayFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fréttastofa gerði lauslega könnun á fargjöldum í dag og þau ódýrstu nema 6.500 krónum til London en þangað verður flogið fjórum sinnum í viku. Ódýrustu fargjöldin til Tenerife nema um sextán þúsund krónum, þótt slíkt verð sé heldur vandfundið. Greiða þarf fyrir aukaþjónustu á borð við handfarangur sem ekki kemst undir sæti og innritaðan farangur. „Við sjáum það núna að samkeppnisaðilar okkar eru að henda sínum verðum niður þannig við erum að ýta markaðsverðinu niður fyrir alla neytendur og það er það sem við ætlum áfram að gera,“ segir Birgir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir innkomu félagsins líklega góðar fréttir fyrir neytendur. „Samkeppni hefur hefur hingað til þrýst verði niður og aukið þjónustu þannig við fögnum því bara að Play sé að koma inn á markaðinn,“ segir Breki. Hann segir þó erfitt að meta hvaða áhrif fall WOW hafi almennt haft á fargjöld vegna óvenjulegra tíma sem tóku við í faraldrinum. „Það tóku náttúrulega mjög skrýtnir tímar við en verð hefur verið í háum hæðum, þó það sé kannski ekki alveg sambærilegt við það sem áður var í þessu árferði. En við teljum að það hljóti að vera tækifæri til þess að lækka nú þegar fleiri koma inn á markaðinn og samkeppnin eykst.“
Play Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira