„Þetta er ekkert annað en vítaspyrna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 15:01 Valsmaðurinn Johannes Vall togar í treyju KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar. stöð 2 sport Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark KR í 2-3 tapinu fyrir Val í gær úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar voru á því að KR-ingar hefðu átt að fá annað víti sex mínútum áður. Á 59. mínútu kom Kjartan Henry Finnbogason inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir KR í sjö ár. Þremur mínútum síðar átti hann skalla eftir hornspyrnu sem Hannes Þór Halldórsson varði. Stefán Árni Geirsson reyndi að ná frákastinu en Johannes Vall togaði í treyju hans og hann náði ekki almennilegu skoti. Þeir Atli Viðar Björnsson og Jón Þór Hauksson voru sammála um að Pétur Guðmundsson hefði átt að dæma víti á Vall. „Fyrir mér er þetta pjúra víti. Johannes Vall hangir aftan í Stefáni Árna og þetta er ekkert annað en vítaspyrna,“ sagði Atli Viðar. „Hann rænir hann frákastinu. Það er klárt mál. Þetta er pjúra víti,“ sagði Jón Þór en atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Vítið sem KR átti að fá Stefán Árni fékk hins vegar víti á 68. mínútu þegar Patrick Pedersen braut á honum. Sérfræðingarnir voru sammála um að það hafi verið réttur dómur þótt Stefán Árni hafi farið frekar skringilega niður. KR náði forystunni á 9. mínútu í leiknum í gær þegar Hannes missti skalla Guðjóns Baldvinssonar klaufalega undir sig. Sebastian Hedlund jafnaði fyrir Val á 44. mínútu og gestirnir skoruðu svo tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, fyrst Haukur Páll Sigurðsson og svo Sigurður Egill Lárusson. Pálmi Rafn minnkaði muninn í 2-3 á 68. mínútu en nær komust KR-ingar ekki þrátt fyrir linnulausa sókn. KR er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fjögur stig en Valsmenn í því fjórða með tíu stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. 17. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Á 59. mínútu kom Kjartan Henry Finnbogason inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir KR í sjö ár. Þremur mínútum síðar átti hann skalla eftir hornspyrnu sem Hannes Þór Halldórsson varði. Stefán Árni Geirsson reyndi að ná frákastinu en Johannes Vall togaði í treyju hans og hann náði ekki almennilegu skoti. Þeir Atli Viðar Björnsson og Jón Þór Hauksson voru sammála um að Pétur Guðmundsson hefði átt að dæma víti á Vall. „Fyrir mér er þetta pjúra víti. Johannes Vall hangir aftan í Stefáni Árna og þetta er ekkert annað en vítaspyrna,“ sagði Atli Viðar. „Hann rænir hann frákastinu. Það er klárt mál. Þetta er pjúra víti,“ sagði Jón Þór en atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Vítið sem KR átti að fá Stefán Árni fékk hins vegar víti á 68. mínútu þegar Patrick Pedersen braut á honum. Sérfræðingarnir voru sammála um að það hafi verið réttur dómur þótt Stefán Árni hafi farið frekar skringilega niður. KR náði forystunni á 9. mínútu í leiknum í gær þegar Hannes missti skalla Guðjóns Baldvinssonar klaufalega undir sig. Sebastian Hedlund jafnaði fyrir Val á 44. mínútu og gestirnir skoruðu svo tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, fyrst Haukur Páll Sigurðsson og svo Sigurður Egill Lárusson. Pálmi Rafn minnkaði muninn í 2-3 á 68. mínútu en nær komust KR-ingar ekki þrátt fyrir linnulausa sókn. KR er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fjögur stig en Valsmenn í því fjórða með tíu stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. 17. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00
Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33
Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. 17. maí 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53