Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:31 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann. Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann.
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01
Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45
Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15
Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46