Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 13:41 Hluti Eurovision-hópsins úti í Rotterdam. Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24