Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 13:41 Hluti Eurovision-hópsins úti í Rotterdam. Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24