Deane Williams: Við höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 11:31 Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður Domino's deildarinnar í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í kvöld í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Keflvíkingar lönduðu deildarmeistaratitlinum á dögunum, en Tindastóll hafnaði í áttunda sæti deildarinnar. Deane Williams, sem leikur með Keflvík og hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar, á von á erfiðum leik. „Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
„Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira