Kínverjar lentu vélmenni á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 08:00 Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína fögnuðu lendingunni ákaft. AP/ihnua Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars. Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars.
Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49