Kínverjar lentu vélmenni á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 08:00 Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína fögnuðu lendingunni ákaft. AP/ihnua Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars. Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars.
Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49