Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2021 19:01 Eva Sóley Guðbjörnsdóttir mun starfa áfram hjá félaginu næstu vikur meðan á yfirfærslunni stendur. kvika Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Þar má nefna yfirgripsmikla fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair á síðasta ári sem lauk með hlutafjárútboði en einnig hefur hún leitt fjármálasvið félagsins í gegnum mikið umbreytingarferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Ívar tekur við Ívar Sigurður Kristinsson hefur tímabundið verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group og tekur nú þegar sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Ívar hefur á undanförnum árum starfað hjá Icelandair, meðal annars sem framkvæmdastjóri flotamála og leiðakerfis félagsins og þar áður sem stjórnandi á fjármálasviði. Hann var forstöðumaður hjá Promens á árunum 2006 til 2008 eftir að hafa starfað sem verkefnastjóri í upplýsingatækni og rekstrarstýringu hjá Icelandair frá árinu 2000, að því er fram kemur í tilkynningu. Ívar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu með áherslu á fjármál frá University of North Carolina, Chapel Hill. Eva Sóley mun starfa áfram hjá félaginu næstu vikur meðan á yfirfærslunni stendur. Erfið persónuleg ákvörðun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að framlag Evu Sóleyjar hafi verið ómetanlegt í þeirri vegferð að koma félaginu í gegnum gríðarlega erfiðar aðstæður. „Um leið og við kveðjum Evu Sóleyju með söknuði, þá skiljum við þessa persónulegu ákvörðun hennar. Þá býð ég Ívar velkominn í nýtt hlutverk. Hann þekkir félagið mjög vel og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á flugrekstri en hann hefur meðal annars verið í lykilhlutverki í fjármögnun og mótun flotastefnu félagsins á undanförnum árum,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Eva Sóley segir að um hafi verið að ræða erfiða ákvörðun. „Ég er ákaflega stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir þetta einstaka félag með framúrskarandi stjórnendateymi og starfsfólki á þessum fordæmalausum tímum sem félagið hefur gengið í gegnum á meðan ég hef gegnt hlutverki framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Ég hef ákveðið að skipta um takt á þessum tímapunkti og hef því tekið þá erfiðu ákvörðun að segja skilið við félagið. Ég óska samstarfsfólki mínu og félaginu alls hins besta og hlakka til að fylgjast með félaginu áfram sem stoltur hluthafi,“ segir hún í tilkynningu. Vistaskipti Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48 Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. 29. apríl 2021 19:44 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þar má nefna yfirgripsmikla fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair á síðasta ári sem lauk með hlutafjárútboði en einnig hefur hún leitt fjármálasvið félagsins í gegnum mikið umbreytingarferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Ívar tekur við Ívar Sigurður Kristinsson hefur tímabundið verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group og tekur nú þegar sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Ívar hefur á undanförnum árum starfað hjá Icelandair, meðal annars sem framkvæmdastjóri flotamála og leiðakerfis félagsins og þar áður sem stjórnandi á fjármálasviði. Hann var forstöðumaður hjá Promens á árunum 2006 til 2008 eftir að hafa starfað sem verkefnastjóri í upplýsingatækni og rekstrarstýringu hjá Icelandair frá árinu 2000, að því er fram kemur í tilkynningu. Ívar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu með áherslu á fjármál frá University of North Carolina, Chapel Hill. Eva Sóley mun starfa áfram hjá félaginu næstu vikur meðan á yfirfærslunni stendur. Erfið persónuleg ákvörðun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að framlag Evu Sóleyjar hafi verið ómetanlegt í þeirri vegferð að koma félaginu í gegnum gríðarlega erfiðar aðstæður. „Um leið og við kveðjum Evu Sóleyju með söknuði, þá skiljum við þessa persónulegu ákvörðun hennar. Þá býð ég Ívar velkominn í nýtt hlutverk. Hann þekkir félagið mjög vel og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á flugrekstri en hann hefur meðal annars verið í lykilhlutverki í fjármögnun og mótun flotastefnu félagsins á undanförnum árum,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Eva Sóley segir að um hafi verið að ræða erfiða ákvörðun. „Ég er ákaflega stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir þetta einstaka félag með framúrskarandi stjórnendateymi og starfsfólki á þessum fordæmalausum tímum sem félagið hefur gengið í gegnum á meðan ég hef gegnt hlutverki framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Ég hef ákveðið að skipta um takt á þessum tímapunkti og hef því tekið þá erfiðu ákvörðun að segja skilið við félagið. Ég óska samstarfsfólki mínu og félaginu alls hins besta og hlakka til að fylgjast með félaginu áfram sem stoltur hluthafi,“ segir hún í tilkynningu.
Vistaskipti Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48 Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. 29. apríl 2021 19:44 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32
Erla Ósk færir sig um set í hótelbransanum Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Icelandair hótelum eftir rúmlega sex ára starf. Hún tekur við sem forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition, hóteli við hliðina á Hörpu. 5. maí 2021 14:48
Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. 29. apríl 2021 19:44