„Sé ekki hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2021 12:32 Það er erfitt að sjá að eitthvað lið geti stöðvað Deane Williams og félaga sem urðu deildarmeistarar á dögunum með miklum yfirburðum. vísir/vilhelm „Tindastóll gæti unnið einn leik en Keflavík vinnur alltaf þrjá leiki,“ segir Benedikt Guðmundsson um einvígi Keflavíkur og Tindastóls í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta sem hefst í kvöld. Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira