„Þetta eru svakalegar fréttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 14:01 Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir eru spenntar fyrir endurkomu Thelmu Dísar Ágústsdóttir í Keflavíkurliðið. Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum