Háskóli norðurslóða í tuttugu ár Eyjólfur Guðmundsson skrifar 14. maí 2021 12:00 Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Norðurslóðir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun