Háskóli norðurslóða í tuttugu ár Eyjólfur Guðmundsson skrifar 14. maí 2021 12:00 Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Norðurslóðir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun