Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 14:01 Hermaður stendur vörð í Afganistan. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað. Afganistan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað.
Afganistan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira