Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 22:00 Mjöll Jónsdóttir hefur verið sálfræðingur hjá Heimilisfriði í tvö ár. Vísir/Egill Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32