Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 22:00 Mjöll Jónsdóttir hefur verið sálfræðingur hjá Heimilisfriði í tvö ár. Vísir/Egill Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32