Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 17:04 Ættingjar fólk sem breskir hermenn drápu í Ballymurphy-fjöldamorðinu árið 1971 héldu á myndum af þeim áður en niðurstaða dánardómstjóra var kynnt í Belfast í dag. AP/Peter Morrison Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira