Ætti að afnema „hábölvað“ klámbannsákvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 15:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir galið að hóta þeim sem selja efni á Only Fans eignaupptöku og refsingu. Hann telur að afnema eigi ákvæði um bann við klámi úr hegningarlögum. Lögregla skoðar nú mál þeirra sem selja efni á síðunni. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust. Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust.
Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira