Eyjakonur unnu í gær einn óvæntasta sigurinn í Pepsi Max deild kvenna í langan tíma þegar liðið vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks út í Eyjum.
Valskonur fengu tækifæri til að ná þriggja stiga forskoti á Breiðablik en fengu bara eitt stig eftir markalaust jafntefli við Þrótt í Laugardalnum.
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hefur tekið saman frétt um leiki gærkvöldsins í Pepsi Max deild kvenna. Þar má sjá mörkin og viðtöl eftir báða leikina.
Nýju útlendingarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk í fyrri hálfleik í 4-2 sigri á Breiðabliki á Hásteinsvellinum en Blikakonur fengu á sig samtals þrjú mörk í fimmtán leikjum síðasta sumar.
Þessi draumahálfleikur Eyjakvenna endaði þó á því að Olga Sevcova fékk beint rautt spjald fyrir að slá fyrirliða Blika, Ástu Eir Árnadóttur.