Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Kolbeinn Tumi Daðason, Kjartan Kjartansson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. maí 2021 12:09 Eldur logar í Grímsnesinu. Landhelgisgæslan Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð. Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira