Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 10:20 Reykvíkingar hafa notið góðs veðurs undanfarna daga og virðist orðið langþreytt á sóttvarnareglum að mati veitingamanna. Vísir/Vilhelm Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02
Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40