Samfélag jafnra tækifæra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. maí 2021 11:01 Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun