Gríðarlegur stærðarmunur þegar Fjallið slóst við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:01 Gunnar Nelson sést hér kominn með gott tak á Hafþóri Júlíusi Björnssyni í æfingaglímu þeirra. Instagram/thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Mjölni á dögunum til þess að slást við Gunnar Nelson og hann tók æfinguna líka upp fyrir fylgjendur sína Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube Box MMA Aflraunir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube
Box MMA Aflraunir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira