Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 14:49 Frá skrifstofum Washington Post. Dómsmálaráðuneytið fékk afhent gögn um símanotkun þriggja blaðamanna blaðsins í tengslum við rannsókn á leka á upplýsingum. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna. Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar. Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira