Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 14:49 Frá skrifstofum Washington Post. Dómsmálaráðuneytið fékk afhent gögn um símanotkun þriggja blaðamanna blaðsins í tengslum við rannsókn á leka á upplýsingum. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna. Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar. Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira