„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 13:48 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. VILHELM GUNNARSSON Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um ofbeldið og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu en margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir að byltingin sé sem betur fer komin til að vera. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda,“ sagði Áslaug Arna. Hún segir að ríkisstjórnin hafi fylgt eftir aðgerðaráætlun með það að markmiði að tryggja réttláta og betri málsmeðferð við rannsókn mála og auka traust á kerfinu. Þeirri vinnu sé markaður tími til ársins 2022. „Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta,“ sagði Áslaug. Málsmeðferðartími enn of langur „Það er búið að fara í átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra. Við erum búin að sjá nýjar breytingar á hegningarlögum sem oft fylgja og eru í takt við kynbundið ofbeldi sem er bæði bann við sendingu á kynferðislegu efni án samþykkis sem og refsiákvæði við umsáturseinelti. En það er líka frumvarp í þinginu til að bæta upplýsingagjöf til brotaþola með það að markmiði að auka traust og gagnsæi í kerfinu,“ sagði Áslaug. Áslaug segir að samhliða þessu þurfi að veita þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áfram þurfi að stytta málsmeðferðartíma í málaflokknum sem sé enn of langur. Einnig þurfi að samræma áherslur á landsvísu. „Verum í sífelldri endurskoðun á löggjöfinni okkar, að betrumbæta hana. Í heild eru þrjú frumvörp á þessu þingi sem miða að því. Það þarf sífellt að endurmennta rannsakendur kynferðisbrota. Við höfum aukið fjárframlög í málaflokkinn og þetta er bara sífellt verkefni og það eru mörg verkefni framundan,“ sagði Áslaug. MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um ofbeldið og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu en margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir að byltingin sé sem betur fer komin til að vera. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda,“ sagði Áslaug Arna. Hún segir að ríkisstjórnin hafi fylgt eftir aðgerðaráætlun með það að markmiði að tryggja réttláta og betri málsmeðferð við rannsókn mála og auka traust á kerfinu. Þeirri vinnu sé markaður tími til ársins 2022. „Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta,“ sagði Áslaug. Málsmeðferðartími enn of langur „Það er búið að fara í átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra. Við erum búin að sjá nýjar breytingar á hegningarlögum sem oft fylgja og eru í takt við kynbundið ofbeldi sem er bæði bann við sendingu á kynferðislegu efni án samþykkis sem og refsiákvæði við umsáturseinelti. En það er líka frumvarp í þinginu til að bæta upplýsingagjöf til brotaþola með það að markmiði að auka traust og gagnsæi í kerfinu,“ sagði Áslaug. Áslaug segir að samhliða þessu þurfi að veita þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áfram þurfi að stytta málsmeðferðartíma í málaflokknum sem sé enn of langur. Einnig þurfi að samræma áherslur á landsvísu. „Verum í sífelldri endurskoðun á löggjöfinni okkar, að betrumbæta hana. Í heild eru þrjú frumvörp á þessu þingi sem miða að því. Það þarf sífellt að endurmennta rannsakendur kynferðisbrota. Við höfum aukið fjárframlög í málaflokkinn og þetta er bara sífellt verkefni og það eru mörg verkefni framundan,“ sagði Áslaug.
MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20
Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30
Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47