ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var úthýst á Kirkjusandi Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2021 12:24 Kosnaður við byggingu húsanna þriggja sem ÍAV var með samning um er um tíu milljarðar króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á reitnum er hins vegar áætlaður um 22 milljarðar króna TÖLVUMYND/ONNO EHF Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira