Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:21 Mikinn reyk lagði frá gróðureldunum í Heiðmörk í gærkvöldi. Slökkviliðið telur að um tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið. Vísir/Vilhelm Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira