„Þetta er mjög bagalegt,“ segir Vernharður, sem lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir.
Ragnar Axelsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, hafa verið á vettvangi í dag og myndað svæðið, sem slökkviliðsmaðurinn lýsir sem „óþægilega stóru.“ Tekist hefur að stöðva helstu útbreiðsluna en eldurinn logar enn.
Hér má fylgjast með beinni lýsingu af sinubrunanum.
Svæðið er um tveir ferkílómetrar, að sögn Vernharðs.
![](https://www.visir.is/i/13837B6A7000993BC290957A29FCBD5073110616A87FC5BFF1A2056BCC8E964D_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/A4C5A759F824932E0AB715BC22E477F4C4265026B0D37A6A124B32B464308CDD_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/CC7FDBE7D35304535315133EAF4F7FC86DE5456F6B11AD4020E4A7D0E4A32DED_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/EEA06D38140CF0DAC24A08CCF3D78199370AB6E2A6AD080C5302913614EAFE19_713x0.jpg)