Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:30 Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Mission framleiðsla „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. „Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
„Félagið hefur alveg kallað eftir því að það sé auðveldara aðgengi að okkur. Það er ekki að það skorti beint iðjuþjálfa, við erum alveg mörg, en við erum ekki í grunnþjónustunni. Við erum ekki til staðar þar sem þú getur sótt þína þjónustu sem þú átt skilið.“ Gunnhildur var gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild og má horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræddi þar meðal annars iðjuþjálfastarfið sem hún segir að gefi tækifæri til að starfa á mjög breiðum vettvangi. Klippa: Spjallið með Góðvild - Gunnhildur Jakobsdóttir Endurhæfing í víðum skilningi Gunnhildur segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé betra á landsbyggðinni en í Reykjavík. En ekki alls staðar og margir þurfa að ferðast langt til að fá þessa þjónustu. Á Akureyri, þar sem iðjuþjálfanámið er kennt, er þetta þó orðið fastur hluti af grunnþjónustu. „Fyrir norðan er núna hefði fyrir því að grunnskólar hafi iðjuþjálfa.“ Það er því ójöfnuður í samfélaginu eftir búsetu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun. „Þú gengur hvergi inn hér á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis inn í heilsugæsluna, og færð þjónustu. Segjum að þú sért kannski með hreyfihömlun og viljir fá heimilisathugun eða aðstoð við að sækja um hjálpartæki og orðinn 18 ára, þá þarftu að handleggsbrotna og fara á sjúkrahús til að fá þjónustu iðjuþjálfa. Það er ekkert inni í okkar velferðarkerfi.“ Gunnhildur segir mikilvægt að horfa á heildarmyndina, vera með snemmtæk úrræði, grípa inn í og vera til staðar. „Við lítum á endurhæfingu í víðum skilningi.“ Hún segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að fá ekki þessa þjónustu. Margir viti heldur ekki af þessari þjónustu og því sem hægt er að fá aðstoð með. Hundurinn fær oft það hlutverk að velja æfingar fyrir barnið. Fyrir suma er nóg að vita af hundinum í rýminu, það brýtur ísinn fyrir barnið. Í kjölfarið á meistaranáminu í iðjuþjálfun fór Gunnhildur í nám varðandi notkun hunda í þjálfuninni og ræðir hún um það í þættinum hér ofar í fréttinni. Hér að neðan má sjá stutt myndband hennar af þjónustuhundinum Skottu hitta barn í iðjuþjálfun. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Dýr Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15 Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00 „Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30
Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. 23. apríl 2021 09:15
Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. 20. apríl 2021 09:00
„Lífið er ekki sanngjarnt“ „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. 13. apríl 2021 15:30