Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fer hér fyrir íslenska hópnum á heimsleikunum fyrir nokkrum árum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. Undanúrslitamótin fara fram í júnímánuði og íslenska CrossFit fólkið þar af vinna sér þátttökurétt í gegnum mótin tvö sem fara fram í Evrópu. Mótin í Hollandi og Þýskalandi eru samt bæði netmót og því getur okkar fólki gert æfingarnar í sínum stöðvum. CrossFit samtökin settu upp átta manna úrslitin sem álfukeppnir en sextíu efstu frá Evrópu komust sem dæmi áfram bæði í karla- og kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Til að hita upp fyrir undanúrslitin þá hafa CrossFit samtökin nú tekið það saman hvar hver hefði endað í samanburði við alla aðra í heiminum. Ísland á sjö flotta fulltrúa á undanúrslitamótunum en aðeins tvö þeirra enduðu með fjörutíu efstu. Það verða einmitt 40 karlar og 40 konur sem fá keppnisrétt á heimsleikunum í Madison í Wisconsin fylki í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson varð í 36. sæti yfir allan heiminn en hann endaði í fimmta sæti í Evrópu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 39. sæti yfir allan heiminn en hún endaði í níunda sæti í Evrópu. Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði númer ellefu í Evrópu en það dugði henni bara í 47. sæti á heimsvísu. Hin sem komust áfram í undanúrslitin frá Íslandi eru Haraldur Holgersson, Þröstur Ólason, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit um hvernig þetta hefði endað hefði verð raðað eftir heimsvísu en ekki eftir einstökum álfum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Heimsmeistarinn óstöðvandi Tia Clair Toomey-Orr hefði að sjálfsögðu endað í fyrsta sæti og landa hennar Kara Saunders varð önnur en þær tvær höfðu nokkra yfirburði. Þriðja var síðan Ungverjinn Laura Horváth sem varð efst í Evrópu. Anníe Mist og Kara Saunders eiga það sameiginlegt að vera nýlega orðnar mömmur sem gerir árangur þeirra enn eftirtektarverðari í þessari mjög svo líkamlega krefjandi íþrótt. Kara Saunders er á sínu öðru ári eftir barnsburð en Anníe Mist eignaðist stelpuna sína í ágúst síðastliðnum. Hjá körlunum varð Bandaríkjamaðurinn Travis Mayer efstur en hann varð á undan landa sínum Scott Panchik og Kanadamanninum Jeffrey Adler. Efsti Evrópumaðurinn var Bretinn Reggie Fasa sem náði fimmtánda besta árangrinum á heimsvísu. CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira
Undanúrslitamótin fara fram í júnímánuði og íslenska CrossFit fólkið þar af vinna sér þátttökurétt í gegnum mótin tvö sem fara fram í Evrópu. Mótin í Hollandi og Þýskalandi eru samt bæði netmót og því getur okkar fólki gert æfingarnar í sínum stöðvum. CrossFit samtökin settu upp átta manna úrslitin sem álfukeppnir en sextíu efstu frá Evrópu komust sem dæmi áfram bæði í karla- og kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Til að hita upp fyrir undanúrslitin þá hafa CrossFit samtökin nú tekið það saman hvar hver hefði endað í samanburði við alla aðra í heiminum. Ísland á sjö flotta fulltrúa á undanúrslitamótunum en aðeins tvö þeirra enduðu með fjörutíu efstu. Það verða einmitt 40 karlar og 40 konur sem fá keppnisrétt á heimsleikunum í Madison í Wisconsin fylki í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson varð í 36. sæti yfir allan heiminn en hann endaði í fimmta sæti í Evrópu. Anníe Mist Þórisdóttir varð í 39. sæti yfir allan heiminn en hún endaði í níunda sæti í Evrópu. Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði númer ellefu í Evrópu en það dugði henni bara í 47. sæti á heimsvísu. Hin sem komust áfram í undanúrslitin frá Íslandi eru Haraldur Holgersson, Þröstur Ólason, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit um hvernig þetta hefði endað hefði verð raðað eftir heimsvísu en ekki eftir einstökum álfum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Heimsmeistarinn óstöðvandi Tia Clair Toomey-Orr hefði að sjálfsögðu endað í fyrsta sæti og landa hennar Kara Saunders varð önnur en þær tvær höfðu nokkra yfirburði. Þriðja var síðan Ungverjinn Laura Horváth sem varð efst í Evrópu. Anníe Mist og Kara Saunders eiga það sameiginlegt að vera nýlega orðnar mömmur sem gerir árangur þeirra enn eftirtektarverðari í þessari mjög svo líkamlega krefjandi íþrótt. Kara Saunders er á sínu öðru ári eftir barnsburð en Anníe Mist eignaðist stelpuna sína í ágúst síðastliðnum. Hjá körlunum varð Bandaríkjamaðurinn Travis Mayer efstur en hann varð á undan landa sínum Scott Panchik og Kanadamanninum Jeffrey Adler. Efsti Evrópumaðurinn var Bretinn Reggie Fasa sem náði fimmtánda besta árangrinum á heimsvísu.
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir strákanna á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Sjá meira