„Það ætti að koma í ljós núna í vikunni hvort ég taki skrefið út í atvinnumennskuna, það er áhugi að utan sem ég er að skoða en ég ætla ekki að stökkva á hvað sem er," sagði Hákon Daði eftir leik.
„Gummersbach er meðal þeirra sem hafa áhuga, þetta mun allt koma í ljós á næstu dögum og vonandi gengur þetta í gegn svo ég geti tekið leikinn minn upp á næsta þrep."
„Það er búið að vera frábært að vera í Eyjum, fyrir unga leikmenn að komast í umhverfi sem er líkt atvinnumennsku er ÍBV frábært lið, þjálfararnir eru frábærir, leikmennirnir geggjaðir og þetta hafa verið frábærir tímar," sagði Hákon og mun framhald hans koma í ljós á næstu dögum.
Hákon var ánægður með þolinmæðina og viljan sem ÍBV liðið sýndi í dag, leikurinn var jafn framan af en góður kafli Eyjamanna í seinni hálfleik var það sem skildi liðin að.
„Það hefur loðað við okkur í vetur að við erum lengi að slíta okkur frá liðum og erum við alltaf í spennandi leik sem við þurfum aðeins að laga," sagði Hákon um jafna leiki ÍBV.
„Það var mikið af fólki á leiknum og spennustigið hátt, við héldum kúlinu sem þetta snérist um og við drulluðum síðan boltanum í markið," sagði Hákon að lokum.