„Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja“ Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 11:21 Lögmennirnir Sveinn Andri og Brynjar eru á öndverðum meiði, einu sinni sem oftar, í málum sem tengjast Samherja og hvort mál yfirleitt tengist útgerðarfyrirtækinu yfirleitt. vísir/vilhelm Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Brynjar Níelsson alþingismaður er komnir í hár saman vegna frétta sem tengjast, eða tengjast ekki eftir atvikum, Samherja. Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“ Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“
Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21